Bikarmót UÍA í sundi, úrslit.

Bikarmót Austurlands í sundi fór fram á Djúpavogi síðastliðinn laugardag. Rúmlega 100 keppendur frá sex sunddeildum á Austurlandi mættu til keppni og söfnuðu inn stigum fyrir sitt félag. Bikarmótið er stigamót þar sem að stigahæsta liðið hlýtur titilinn Bikarmeistari Austurlands. 

Lesa meira

Bikarmót UÍA í sundi

Laugardaginn 23. nóvember fer fram hið árlega Bikarmót Austurlands í sundi í sundlauginni á Djúpavogi.
Mótið er stigamót þar sem sunddeildir á Austurlandi berjast um titilinn Bikarmeistari Austurlands.

Lesa meira

Bikarmeistarar Stjörnunnar unnu Hött í körfuknattleik í gærkvöldi

Bikarmeistarar Stjörnunnar tryggðu sér í gærkvöldi sæti í 16 liða úrslitum í bikarkeppni karla í körfuknattleik eftir 59-86 sigur á Hetti en liðin mættust á Egilsstöðum. Matthew Hairston átti stjörnuleik fyrir Stjörnuna en hann lék sinn fyrsta leik með liðinu.

Lesa meira

Silfurleikar ÍR í frjálsum íþróttum

Silfurleikar ÍR í frjálsum eru haldnir í nóvember á ári hverju til að minnast silfurverðlauna Vilhjálms Einarssonar í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourn 1956. Mótið er mjög fjölmennt og voru vel yfir 700 keppendur í ár. Átta keppendur frá UÍA fóru á mótið ásamt þjálfaranum Lovísu Hreinsdóttur. Allir stóðu sig vel og voru allir krakkarnir að bæta sinn persónulega árangur í a.m.k einni grein og einnig unnu þau til tíu verðlauna allt í allt. 

Lesa meira

Blásið verður til leiks í Bólholtsbikarnum í næstu viku

Bólholtsbikarinn, utandeildarkeppni í körfubolta fer af stað í fjórða sinn í næstu viku. Fastir leikdagar eru miðvikudagar og hefst keppni kl. 20:00. Fimm lið eru skráð til leiks Austri, ME, Sérdeildin 1, Sérdeildin 2 og 10. flokkur Hattar.

Lesa meira

Blakfréttir frá Neskaupstað

Karlalið Þróttar vann fyrri leik sinn en tapaði þeim seinni gegn Þrótti Reykjavík í Mikasa-deild karla í blaki síðustu helgi. Kvennaliðið vann sinn leik örugglega en leikirnir fóru allir fram í Neskaupstað. Þjálfarar bæði karla- og kvennaliðsins segja leikina gefa góð fyrirheit um það sem framundan er.

Lesa meira

Haustmót Fimleikasambands Íslands

Um síðustu helgi fór fram fyrsta hópfimleikamót vetrarins á vegum Fimleikasambands Íslands sem haldið var í Gerplu, Kópavogi.

Keppendur komu frá níu félögum af landinu. Fimleikadeild Hattar sendi 38 keppendur á aldrinum 9-12 ára.

Lesa meira

Þróttarstúlkur komnar heim af norðurlandamóti í Blaki

Þjálfari kvennaliðs Þróttar í blaki segir liðið koma heim reynslunni ríkara eftir þrjá leiki á Norðurlandamótinu í blaki. Liðið virðist helst skorta leikæfingu.

„Þegar við spilum eins og við getum best erum við ekkert lakari en þessi lið. þegar við spilum illa erum við hinsvegar talvert lakari en þau þegar þau spila illa," segir Matthías Haraldsson, þjálfari Þróttar.

„Við gerum aðeins fleiri mistök en andstæðingarnir í öllum fösum leiksins og það er dýrt gegn þetta sterkum liðum sem gera mjög fá mistök."

Lesa meira

48. sambandsþing UMFÍ var haldið helgina 12. - 13. október

48. sambandsþing Ungmennafélag Íslands var haldið helgina 12. - 13. október þar sem að yfir 140 fulltrúar sóttu þingið.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir var endurkjörin sem formaður UMFí en auk Helgu Guðrúnar í kosningu til formanns var Stefán Skafti Steinólfsson í framboði. Helga Guðrún hefur verið formaður síðan 2007.

Á þinginu fór líka fram kosning í stjórn UMFÍ. Rétt kjörnir einstaklingar í aðalstjórn UMFí eru: Hrönn Jónsdóttir, Björg Jakobsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Haukur Valtýsson, Helga Jóhannesdóttir og Örn Guðnason.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok