Silfurleikar ÍR í frjálsum íþróttum

Silfurleikar ÍR í frjálsum eru haldnir í nóvember á ári hverju til að minnast silfurverðlauna Vilhjálms Einarssonar í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourn 1956. Mótið er mjög fjölmennt og voru vel yfir 700 keppendur í ár. Átta keppendur frá UÍA fóru á mótið ásamt þjálfaranum Lovísu Hreinsdóttur. Allir stóðu sig vel og voru allir krakkarnir að bæta sinn persónulega árangur í a.m.k einni grein og einnig unnu þau til tíu verðlauna allt í allt. 

Steingrímur Örn Þorsteinsson 13 ára varð í fyrsta sæti í 200m hlaupi og þrístökki, öðru sæti í 60m hlaupi og þriðja sæti í hástökki. Hann varð svo í fimmta sæti í grindahlaupi.

Daði Þór Jóhannsson 13 ára náði silfurverðlaunum í 600m hlaupi og bronsverðlaunum 200m hlaupi. Hann varð svo í fimmta sæti í hástökki og þrístökki og sjötta sæti í 60m og 60m grindahlaupi.

Almar Aðalsteinsson 11 ára varð annar í 600m hlaupi og sjöundi í 60m hlaupi

Daði Fannar Sverrisson 17 ára varð annar í kúluvarpi.

Atli Pálmar Snorrason 15 ára varð þriðji í 800m hlaupi, fjórði í hástökki og sjötti í þrístökki.

Helga Jóna Svansdóttir varð þriðja í þrístökki, fjórða í 60m hlaupi, 60m grindahlaupi og í hástökki, í sjötta sæti í 200m hlaupi.

Hrefna Ösp Heimisdóttir 15 ára varð í fjórða sæti í 200m hlaupi, sjötta sæti í þrístökki og sjöunda sæti í 60m hlaupi.

Mikael Máni Freysson 15 ára tók einnig þátt og þrátt fyrir að vera meiddur bætti hann tímann sinn í 60m hlaupi og var við sitt besta í 200m hlaupi.

 

Myndin hér til hliðar er af verðlaunaafhendingu fyrir 200m hlaup 13-14 ára stráka þar sem að Steingrímur Örn og Daði Þór unnu báðir til verðlauna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok