Silfurleikar ÍR í frjálsum íþróttum
Silfurleikar ÍR í frjálsum eru haldnir í nóvember á ári hverju til að minnast silfurverðlauna Vilhjálms Einarssonar í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourn 1956. Mótið er mjög fjölmennt og voru vel yfir 700 keppendur í ár. Átta keppendur frá UÍA fóru á mótið ásamt þjálfaranum Lovísu Hreinsdóttur. Allir stóðu sig vel og voru allir krakkarnir að bæta sinn persónulega árangur í a.m.k einni grein og einnig unnu þau til tíu verðlauna allt í allt.Steingrímur Örn Þorsteinsson 13 ára varð í fyrsta sæti í 200m hlaupi og þrístökki, öðru sæti í 60m hlaupi og þriðja sæti í hástökki. Hann varð svo í fimmta sæti í grindahlaupi.
Daði Þór Jóhannsson 13 ára náði silfurverðlaunum í 600m hlaupi og bronsverðlaunum 200m hlaupi. Hann varð svo í fimmta sæti í hástökki og þrístökki og sjötta sæti í 60m og 60m grindahlaupi.
Almar Aðalsteinsson 11 ára varð annar í 600m hlaupi og sjöundi í 60m hlaupi
Daði Fannar Sverrisson 17 ára varð annar í kúluvarpi.
Atli Pálmar Snorrason 15 ára varð þriðji í 800m hlaupi, fjórði í hástökki og sjötti í þrístökki.
Helga Jóna Svansdóttir varð þriðja í þrístökki, fjórða í 60m hlaupi, 60m grindahlaupi og í hástökki, í sjötta sæti í 200m hlaupi.
Hrefna Ösp Heimisdóttir 15 ára varð í fjórða sæti í 200m hlaupi, sjötta sæti í þrístökki og sjöunda sæti í 60m hlaupi.
Mikael Máni Freysson 15 ára tók einnig þátt og þrátt fyrir að vera meiddur bætti hann tímann sinn í 60m hlaupi og var við sitt besta í 200m hlaupi.
Myndin hér til hliðar er af verðlaunaafhendingu fyrir 200m hlaup 13-14 ára stráka þar sem að Steingrímur Örn og Daði Þór unnu báðir til verðlauna.