Hreyfivika: Leikskólinn fór út á völl
Nemendur í skólum Fljótsdalshéraðs riðu á vaðið í Hreyfiviku í morgun. Nemendur í þremur elstu árgöngum leikskólans Tjarnarskógar á Egilsstöðum byrjuðu morguninn á léttri hreyfingu á Vilhjálmsvelli.
Nemendur í skólum Fljótsdalshéraðs riðu á vaðið í Hreyfiviku í morgun. Nemendur í þremur elstu árgöngum leikskólans Tjarnarskógar á Egilsstöðum byrjuðu morguninn á léttri hreyfingu á Vilhjálmsvelli.
Nefnd á vegum ÍSÍ, sem er að kynna sér starfsemi héraðssambanda, heimsótti UÍA á fimmtudaginn var.
Næstkomandi laugardag efnir UÍA til fjölskyldugöngu á Lolla í Norðfirði, fjall UÍA 2013, í samstarfi við Þrótt í Neskaupsstað. Frá þjóðveginum við Skuggahlíð er ekið út malarveg í suðurhlíð Norðfjarðar að heimreiðinni að bænum Grænanesi. Þar er ágætt að leggja bíl og þaðan verður lagt af stað kl. 10:00.
Göngustjóri verður Þórður Júlíusson bóndi á Skorrastað.
Viðurkenningar voru veittar fyrir afrek sumarsins á HEF mótaröðinni að loknu þriðja og síðasta mótinu á Vilhjálmsvelli í lok ágúst. Að þessu sinni var keppt í kúluvarpi, grindahlaupi, spjótkasti og þrístökki.
Hreyfivika sem íþróttafélagið Höttur og sveitarfélagið Fljótsdalshérað halda utan um á Héraði í næstu viku hefur hlotið verðlaun sem eitt besta verkefnið í evrópsku „Move Week“ herferðinni. Tekið var eftir samvinnu ólíkra hópa í samfélaginu sem leggjast á eitt til að stuðla að aukinni hreyfingu.
Ungmennafélagið Súlan á Stöðvarfirði verður með skógarhlaup í Nýgræðingnum, sem er við tjaldstæði bæjarins, föstudaginn 4. október kl. 17:00.
Seyðfirðingar láta ekki sitt eftir liggja í evrópsku hreyfivikunni sem hefst á morgun og bjóða upp á veglega dagskrá.
Engin viðvera verður á skrifstofu UÍA þessa vikuna vegna námskeiðsferðar framkvæmdastýru. Við reynum hins vegar að svara erindum sem berast okkur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eftir föngum.
Íþróttahátíðin Í formi verður haldin á Höfn í Hornafirði helgina 20-21. september. Hátíðin er ætluð fyrir þrjátíu ára og eldri.
Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.
Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.
Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.
Kennitala UÍA er: 660269-4369.