Hreyfivika: Leikskólinn fór út á völl

Nemendur í skólum Fljótsdalshéraðs riðu á vaðið í Hreyfiviku í morgun. Nemendur í þremur elstu árgöngum leikskólans Tjarnarskógar á Egilsstöðum byrjuðu morguninn á léttri hreyfingu á Vilhjálmsvelli.

Lesa meira

Fjölskyldan á Lolla í Norðfirði

Næstkomandi laugardag efnir UÍA til fjölskyldugöngu á Lolla í Norðfirði, fjall UÍA 2013, í samstarfi við Þrótt í Neskaupsstað. Frá þjóðveginum við Skuggahlíð er ekið út malarveg í suðurhlíð Norðfjarðar að heimreiðinni að bænum Grænanesi. Þar er ágætt að leggja bíl og þaðan verður lagt af stað kl. 10:00.
Göngustjóri verður Þórður Júlíusson bóndi á Skorrastað.

Lesa meira

Meistarar krýndir í lok HEF mótaraðarinnar

Viðurkenningar voru veittar fyrir afrek sumarsins á HEF mótaröðinni að loknu þriðja og síðasta mótinu á Vilhjálmsvelli í lok ágúst. Að þessu sinni var keppt í kúluvarpi, grindahlaupi, spjótkasti og þrístökki.

Lesa meira

Hreyfivika á Fljótsdalshéraði hlýtur alþjóðlega viðurkenningu

Hreyfivika sem íþróttafélagið Höttur og sveitarfélagið Fljótsdalshérað halda utan um á Héraði í næstu viku hefur hlotið verðlaun sem eitt besta verkefnið í evrópsku „Move Week“ herferðinni. Tekið var eftir samvinnu ólíkra hópa í samfélaginu sem leggjast á eitt til að stuðla að aukinni hreyfingu.

Lesa meira

Skógarhlaup Súlunnar

Ungmennafélagið Súlan á Stöðvarfirði verður með skógarhlaup í Nýgræðingnum, sem er við tjaldstæði bæjarins, föstudaginn 4. október kl. 17:00.

 

Lesa meira

Hreyfivika á Seyðisfirði

Seyðfirðingar láta ekki sitt eftir liggja í evrópsku hreyfivikunni sem hefst á morgun og bjóða upp á veglega dagskrá.

Lesa meira

Skrifstofa UÍA lokuð í vikunni

Engin viðvera verður á skrifstofu UÍA þessa vikuna vegna námskeiðsferðar framkvæmdastýru. Við reynum hins vegar að svara erindum sem berast okkur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eftir föngum.

 

Í formi á Höfn

Íþróttahátíðin Í formi verður haldin á Höfn í Hornafirði helgina 20-21. september. Hátíðin er ætluð fyrir þrjátíu ára og eldri.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok