Hreyfivika: Leikskólinn fór út á völl

Nemendur í skólum Fljótsdalshéraðs riðu á vaðið í Hreyfiviku í morgun. Nemendur í þremur elstu árgöngum leikskólans Tjarnarskógar á Egilsstöðum byrjuðu morguninn á léttri hreyfingu á Vilhjálmsvelli.

Eins og góðu íþróttafólki sæmir var byrjað á upphitun en síðan farið út á völl í leiki og í sandgryfjurnar í langstökk.

Hreyfivikan á Fljótsdalshéraðs, sem haldin er í samvinnu íþróttafélagsins Hattar og sveitarfélagsins er hluti af evrópska Move Week verkefninu. Um 1000 mismunandi viðburðir eru haldnir víðsvegar um álfuna.

Markmið verkefnisins er að koma 100 milljónum Evrópubúa í virka hreyfingu fyrir árið 2020 en í dag. Evrópusambandið leggur eina milljón evra til verkefnisins í ár en hreyfingarleysi er að verða eitt helsta vandamálið í vestrænum ríkjum.

„Hreyfingarleysi á meðal Evrópubúa er stærri ógn við lýðheilsu heldur en reykingar. Tveir af hverjum þremur Evrópubúum ná ekki lágmarkinu um hálftíma hreyfingu á dag,“ segir í fréttatilkynningu verkefnisstjórnar.

„Hreyfingarleysi er talið valdur að tveimur milljónum (10%) dauðsfalla á Evrópu á ári.“

ISCA-samtökin annast verkefnisstjórn en Ungmennafélag Íslands fylgir verkefninu eftir hérlendis.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok