Nefnd ÍSÍ um íþróttahéruð heimsótti UÍA
Nefnd á vegum ÍSÍ, sem er að kynna sér starfsemi héraðssambanda, heimsótti UÍA á fimmtudaginn var.
Í nefndinni sitja Garðar Svansson, formaður frá ÍSÍ og HSH, Engilbert Olgeirsson HSK, Þóra Leifsdóttir, ÍBA og Jón Þór Þórðarson, ÍA auk Hildar Bergsdóttur, framkvæmdastýru UÍA.
Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA, kynnti starfsemi sambandsins, Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar, fjallaði um Move Week og svaraði spurningum um starf Hattar auk þess sem Matthildur Ásmundardóttir, formaður USÚ, kynnti starfsemi Úlfljóts í gegnum Skype.
Sprettur Sporlangi tók á móti nefndinni á flugvellinum á Egilsstöðum og bauð upp á létta morgunleikfimi og teygjuæfingar að lokinni flugferðinni.