Bjartur 2013: Rathlaup í Jökuldalsheiði
UÍA, Austurför og Fljótsdalshérað standa fyrir keppninni Bjartur 2013 Rathlaup í Jökuldalsheiði 24. ágúst. Rathlaupið reynir á ýmsa þætti svo sem rötun, kortalestur, hreyfingu, úthald og samvinnu.
UÍA, Austurför og Fljótsdalshérað standa fyrir keppninni Bjartur 2013 Rathlaup í Jökuldalsheiði 24. ágúst. Rathlaupið reynir á ýmsa þætti svo sem rötun, kortalestur, hreyfingu, úthald og samvinnu.
Þriðja og síðasta mótið í mótaröð Frjálsíþróttaráðs UÍA og Hitaveitu Egilsstaða og Fella verður haldið á Vilhjálmsvelli miðvikudaginn 21. ágúst klukkan 18:00.
UÍA hlaut Fyrirmyndarbikar Unglingalandsmóts UMFÍ sem afhentur var við mótsslit á mótinu á Höfn á sunnudagskvöld.
UMF Máni og Spyrnir mætast í úrslitaleik Launaflsbikarsins árið 2013. Leikið verður á Djúpavogsvelli á sunnudaginn 18. ágúst klukkan 16:00.
Þórarinn Sigurbergsson setti brautarmet þegar hann varð fyrstur í mark í 103 km keppni í hjólreiðakeppninni Tour de Orminum sem fram fór á Fljótsdalshéraði í dag.
Hjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn verður haldin í annað sinn laugardaginn 10. ágúst. Í keppninni verður hjólað umhverfis Lagarfljótið. Keppnisvegalengdirnar eru tvær, 68 km hringur og 103 km.
UÍA eignaðist um helgina tvo Íslandsmeistara í frjálsíþróttum þegar Meistaramóti Íslands 15-22ja ára var haldið á Kópavogsvelli. Tveir keppendur UÍA komust einnig inn í úrvalshóp FRÍ.
Spretts Sporlangamótið í frjálsíþróttum fyrir tíu ára og yngri verður haldið á Vilhjálmsvelli miðvikudaginn 14. ágúst klukkan 18:00.
BN varð síðasta liðið til að tryggja sig inn í undanúrslit Launaflsbikarsins í knattspyrnu þegar liðið lagði Þrist á Fellavelli 3-5 í fyrrakvöld. Undanúrslit keppninnar verða leikin um helgina.
Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.
Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.
Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.
Kennitala UÍA er: 660269-4369.