Tour de Ormurinn haldinn í annað sinn

Hjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn verður haldin í annað sinn laugardaginn 10. ágúst. Í keppninni verður hjólað umhverfis Lagarfljótið. Keppnisvegalengdirnar eru tvær, 68 km hringur og 103 km.

Keppt verður í flokkum karla og kvenna í báðum vegalengdum. Í þeirri styttri verður hægt að taka þátt í liðakeppni þar sem þrír einstaklingar keppa saman.

Keppnin var haldin í fyrsta skipti í fyrra. Halldór G. Halldórsson varð þá sigurvegari í styttri hringnum á 2:34,31 klst. en Unnsteinn Jónsson kom fyrstur í mark í 103 km hringnum á 4:02,31 klst.

Ræst verður kl. 9:00 á laugardagsmorgun við bílastæðið hjá Mörkinni í Hallormsstaðarskógi og hjólað út í Egilsstaði og upp Fell. Í styttri hringnum er beygt yfir Jökuls á í Fljótsdal neðan við Hengifoss en í lengri hringnum er haldið áfram alla leið inn í dalbotn í Fljótsdal.

Hringnum er síðan lokað þar sem hann hófst í Hallormsstaðarskógi. Búist er við fyrstu keppendum í 68 km hringnum eftir rúma tvo klukkutíma en eftir tæpa fjóra tíma úr lengri hringnum.

Það eru Austurför, UÍA og sveitarfélagið Fljótsdalshérað sem standa að keppninni. Skráning og nánari upplýsingar eru á www.traveleast.is eða á Facebook.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok