Tour de Ormurinn 2013: Reglur

Mótsstjórn hefur komið saman og staðfest reglur hjólreiðakeppninnar Tour de Ormsins sem fram fer laugardaginn 10. ágúst.

1. Hjálmaskylda er í Tour de Ormurinn, allir keppendur skulu vera með hjálma á meðan keppt er.

2. Keppendum er óheimilt að þiggja utanaðkomandi aðstoð í keppni. Undantekningar eru drykkir, matur, fatnaður, slöngur, dekk og verkfæri. Einnig má skipta um reiðhjól og gjarðir. Keppendur verða sjálfir að sjá um flutning á hjólum sínum

3. Allir sem keppa í Tour de Ormurinn gera það á eigin ábyrgð.

4. Bannað er að stytta sér leið. Yfirgefi keppandi keppnisleiðina verður hann að koma inná hana á sama stað aftur.

5. Keppandi má ekki með hegðun sinni stofna öðrum keppendum eða vegfarendum í hættu. Keppendur skulu ávallt sýna af sér íþróttamannslega hegðun.

6. Bannað er að nýta sér skjól af utanaðkomandi farartækjum í keppni að viðurlagðri brottvísun úr keppni.

7. Reiðhjólið skal vera búið góðum bremsum framan og aftan og öll öryggisatriði í lagi. Stýrisendar verða að vera lokaðir.

8. Keppandi sem veldur truflun á keppni með því að hindra eða stofna í hættu öðrum keppanda (t.d. í endaspretti) skal dæmast úr leik.

9. Á síðustu 100 m í endaspretti skal keppandi undantekningalaust halda beinni línu og hafa a.m.k. aðra hönd á stýri. Við brot á þessari reglu skal dæma keppandann í síðasta sæti í þeim hópi sem hann var í. Hafi hegðunin ekki haft nein áhrif á úrslit sprettsins er dómara heimilt að láta áminningu nægja.

10. Hægfara keppendum er skylt að víkja fyrir þeim hraðari án tafar.

11. Keppandi mælist kominn í mark þegar fremsti punktur framdekks snertir lóðlínu yfir fremri brún marklínu.

12. Liðakeppni fer aðeins fram í 68 km hringnum og fer hún þannig fram. 3 eru saman í liði og hjólar aðeins 1 þeirra í einu og klárar 1/3 af vegalengdinni áður en næsti liðsmaður má taka af stað. Hver liðsmaður má aðeins hjóla 1/3 af leiðinni. Þegar kemur að skiptingu þarf framdekk þess sem er að ljúka við sinn legg fara framfyrir framdekk þess sem era ð taka við. Sá sem er að taka við að hjóla má ekki trufla aðra hjóleiðamenn sem gætu farið fram úr honum meðan hann bíður eftir sínum liðsfélaga. Sá sem er að ljúka við sinn legg má ekki á nokkurn hátt trufla aðra hljólreiðamenn sem koma á eftir honum.

13. Einstaklingskeppnin fer fram í báðum vegalengdum, 68 km og 103 km.

14. Allir keppendur eru ræstir á sama tíma á bílastæðum við Mörkina í Hallormsstaðarskógi.

15. Allir keppendur eiga að mæta á undirbúningsfund kl 8.15 að morgni keppnisdagsins 10. ágúst.

16. Keppnin hefst kl 9.00 þann 10. ágúst.

17. Keppni lýkur á sama stað og byrjað var á, við bílastæðin við Mörkina í Hallormsstaðarskógi.

Brot á ofangreindum ákvæðum geta varðað brottvísun úr keppni.

Þrjár drykkjarstöðvar verða í 103 km hringnum en tvær í 68 km hringnum.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok