UÍA hlaut Fyrirmyndarbikarinn

UÍA hlaut Fyrirmyndarbikar Unglingalandsmóts UMFÍ sem afhentur var við mótsslit á mótinu á Höfn á sunnudagskvöld.

Bikarinn er viðurkenning til þess sambandsaðila UMFÍ sem sýnt hefur góða umgengni á keppnisstöðum, tjaldsvæði og almennum svæðum yfir mótsdagna og háttvísi og prúðmannlega framgöngu, meðal annars í skrúðgöngunni við setningu mótsins.

Bikarinn er gefinn af Íþróttanefnd ríkisins og verið afhentur 16. sinnum, allt frá því fyrsta Unglingalandsmótið var haldið árið 1992. UÍA hefur ekki unnið bikarinn áður.

Alls keppti 131 keppandi undir merkjum UÍA á mótinu og átti sambandið stærsta hópinn, fyrir utan heimamenn í Úlfljóti.

„Við erum þakklát bæði keppendum og fjölskyldum þeirra sem mættu á mótið. Við erum stolt af því að hafa fengið þessa viðurkenningu sem minnir okkur á að þátttaka í íþróttum snýst ekki bara um hver skorar flest mörk eða hleypur hraðast heldur að vera góð manneskja í sátt og samlyndi við aðra,“ segir Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA.

Hann veitti bikarnum viðtöku ásamt Söndru Maríu Ásgeirsdóttur, starfsmanni UÍA og lukkudýrinu Spretti Sporlanga sem fylgt hefur UÍA á síðustu þremur Unglingalandsmótum.

UÍA átti keppendur og verðlaunahafa í flestum greinum mótsins. Nánari úrslit á finna á www.ulm.is.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok