Fjölskyldan á Lolla í Norðfirði

Næstkomandi laugardag efnir UÍA til fjölskyldugöngu á Lolla í Norðfirði, fjall UÍA 2013, í samstarfi við Þrótt í Neskaupsstað. Frá þjóðveginum við Skuggahlíð er ekið út malarveg í suðurhlíð Norðfjarðar að heimreiðinni að bænum Grænanesi. Þar er ágætt að leggja bíl og þaðan verður lagt af stað kl. 10:00.
Göngustjóri verður Þórður Júlíusson bóndi á Skorrastað.

Áætlaður göngutími er um 3 klst.

Sérstök Fjölskyldan á fjallið gestabók er á toppinum en nú í haust dregur UMFÍ út heppna göngugarpa sem lagt hafa leið sína á fjöll sem tilheyra verkefninu Fjölskyldan á fjallið.

Göngugarpar eru hvattir til að klæða sig eftir veðri og hafa með sér staðgott nesti.

Nánari upplýsingar má nálgast á skrifstofu UÍA í síma 4711353 eða í tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Allir velkomnir.


Myndin hér til hliðar er tekin í fyrra þegar Hildur B. fór með gestabókina á toppinn á Sandfelli við Fáskrúðsfjörð sem var fjall UÍA, 2012.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok