Hreyfivika á Seyðisfirði

Seyðfirðingar láta ekki sitt eftir liggja í evrópsku hreyfivikunni sem hefst á morgun og bjóða upp á veglega dagskrá.

Meðal þess sem í boði verður á Seyðisfirði verður dans í hádeginu í Herðubreið á morgun. Á miðvikudag verður opinnn tími í pæjupúli og í aðeins þetta eina sinn eru karlmenn velkomnir í tímann.

Verkefninu „út að hlaupa á Seyðis“ verður hleypt af stokkunum á þriðjudag. Markmiðið er að hver þátttakandi hlaupi eða gangi samanlagt 100 km fram að jólum í tilefni af 100 ára afmæli félagsins. Hópurinn safnast saman við íþróttahúsið Herðubreið þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga. Einnig er í boði að hjóla en þá þurfa menn að setja markið á 200 km.

Íþróttafélagið Viljinn lætur ekki sitt eftir liggja en í hádeginu á laugardag verður öllum boðið að grípa í bocciabolta á æfingu.

Dagskráin á Seyðisfirði.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok