Skíðafólk á fleygiferð
Það er mikið að gera hjá elstu iðkendunum hjá SKÍS sem margir hverjir þeysast út um allt land til að taka þátt í bikarmótum og öðrum viðburðum.
Eiríkur Ingi Elísson og Guðsteinn Hallgrímsson þreyttu frumraun sína í fullorðinsflokki á Akureyri í lok janúar og komu heim reynslunni ríkari eftir að hafa keppt samtals í 4 greinum á þremur dögum.
Helga Jóna Svansdóttir, Aron Steinn Halldórsson og Sigurður Orri Magnússon kepptu á bikarmóti í flokki 14-15 ára fyrstu helgina í febrúar sem haldið var í Hlíðarfjalli á Akureyri og þar þreyttu þeir Aron og Sigurður sína frumraun á bikarmótum. Veðrið setti töluvert strik í reikninginn þar sem aðeins var hægt að ljúka keppni í stórsvigi, en svigið sem átti að vera á sunnudeginum féll niður vegna veðurs. Krakkarnir stóðu sig allir með prýði og varð Aron Steinn annar í stórsvigi í sínum aldursflokki, Sigurður sjötti og Helga Jóna sjöunda. Veðrið hélt áfram að stríða hópnum sem ekki komst heim til Egilsstaða fyrr en um hádegi á mánudag.