Skíðafólk á fleygiferð

Það er mikið að gera hjá elstu iðkendunum hjá SKÍS sem margir hverjir þeysast út um allt land til að taka þátt í bikarmótum og öðrum viðburðum.

Eiríkur Ingi Elísson og Guðsteinn Hallgrímsson þreyttu frumraun sína í fullorðinsflokki á Akureyri í lok janúar og komu heim reynslunni ríkari eftir að hafa keppt samtals í 4 greinum á þremur dögum.

Helga Jóna Svansdóttir, Aron Steinn Halldórsson og Sigurður Orri Magnússon kepptu á bikarmóti í flokki 14-15 ára fyrstu helgina í febrúar sem haldið var í Hlíðarfjalli á Akureyri og þar þreyttu þeir Aron og Sigurður sína frumraun á bikarmótum. Veðrið setti töluvert strik í reikninginn þar sem aðeins var hægt að ljúka keppni í stórsvigi, en svigið sem átti að vera á sunnudeginum féll niður vegna veðurs. Krakkarnir stóðu sig allir með prýði og varð Aron Steinn annar í stórsvigi í sínum aldursflokki, Sigurður sjötti og Helga Jóna sjöunda. Veðrið hélt áfram að stríða hópnum sem ekki komst heim til Egilsstaða fyrr en um hádegi á mánudag.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok