Ólafía Ósk Svanbergsdóttir, sundkonan unga frá Þrótti Neskaupstað var meðal keppenda á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðara í sundi og frjálsum íþróttum fór fram í Laugardalnum nú um helgina. Ólafía Ósk gerði sér lítið fyrir og nældi sér í silfur í 50 m skriðsundi í flokki S- 10 og brons í 50 m bringusundi í flokki S-9. Auk þess keppti hún í 50 m baksundi og hafnaði þar í fimmta sæti.
64. Sambandsþing UÍA fór fram á Djúpavogi síðastliðinn sunnudag, að vanda voru þar veitt ýmis heiðursmerki fyrir ötult starf í þágu æskulýðs og íþróttamála í fjórðungnum.
Íslandsmót í blaki fyrir 3.,5., og 6. flokk var haldið í Neskaupstað síðastliðna helgi. Mótið sóttu 42 lið víðsvegar af landinu og um 200 krakkar sem öttu kappi.
Eva Dögg Jóhannsdóttir glímukona í Val á Reyðarfirði var útnefnd íþróttamaður UÍA 2013, á 64. sambandsþingi UÍA sem fram fór á Djúpavogi síðastliðinn sunnudag.
Eva Dögg hefur keppt víða á árinu og náði góðum árangri. Hún varð Evrópumeistari í glímu í -63 kg þyngdarflokki og í 1. sæti í flokki kvenna -65 kg í Bikarglímu Íslands.
KSÍ stendur fyrir fyrirlestri um ferðakostnað knattspyrnufélaga miðvikudaginn 2. apríl klukkan 12.00-13.00. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð. Fundurinn verður sýndur beint á Sport TV og hefst útsending kl. 12.05. Áhugasamir aðilar sem ekki komast á staðinn geta því farið inn á heimasíðuna www.sporttv.is og fylgst með fundinum í beinni útsendingu.
Framganga glímufólks UÍA hleypti gríðarlegri spennu í Íslandsglímuna sem fór fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans í dag, í hundraðasta og fjórða skipti.
Leiknismaðurinn knái Sigurður Haraldsson fór mikinn á Heimsmeistaramóti öldunga innanhúss, sem fram fór í Búdapest dagana 25.-30. mars. Sigurður hreppti þrjá heimsmeistaratitla í kringlukasti, sleggjukasti og lóðakasti í flokki 85-89 ára og hlaut silfur í spjótkasti og kúluvarpi.
Austurlandsmót UÍA í alpagreinum og brettum verður haldið í Stafdal 5. og 6. apríl 2014. Mótsboð er að finna á heimasíðu skíðafélagsins í Stafdal (www.stafdalur.is/) undir „Mót og úrslit“ og dagskrá verður gefin út í vikunni.