Ólafía Svanbergsdóttir vann til þrennra verðlauna á alþjóðlegu sundmóti
Ólafía Svanbergsdóttir, ellefu ára stúlka úr Neskaupstað, vann til þrennra verðlauna á alþjóðlegu íþróttamóti fatlaðra í Malmö í Svíþjóð um síðustu helgi.
Ólafía vann sinn flokk í 50 metra skriðsundi en hún bætti þar sinn besta árangur um tíu sekúndur. Hún fékk silfur í 25 metra skriðsundi og brons í 25 metra flugsundi.
Um 2.500 þátttakendur frá 25 löndum tóku þátt í Malmö Open.