Erna styrkt á Ólympíuleikana
Skíðakonan Erna Friðriksdóttir var meðal þeirra sem styrk hlutu úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands fyrir skemmstu. Þá hefur hún einnig fengið styrk frá Fljótsdalshéraði. Erna tekur þátt í vetrarólympíuleikum fatlaðra sem fram fara í Rússlandi í mars.Erna fékk 300.000 styrk úr afrekssjóði ÍSÍ. Alls var veitt 96 milljónum úr sjóðnum til 26 sérsambanda en styrkur Ernu fellur undir styrk Íþróttasambands fatlaðra. Að auki hlýtur sambandið 300.000 styrk til undirbúnings fyrir leikana en Erna er annar tveggja keppanda frá sambandinu.
Þá samþykkti sveitarfélagið Fljótsdalshérað einnig 250.000 króna styrk til Ernu til þátttöku í leikunum.
Erna kom heim til Íslands í stutt jólafrí en fór fyrir áramót á ný út til Bandaríkjanna þar sem hún stundar æfingar. Leikarnir sjálfir hefjast þann 7. mars í Sochi í Rússlandi og standa í rúma viku.