Ólafía Ósk með silfur og brons á Íslandsmóti ÍF í sundi

Ólafía Ósk Svanbergsdóttir, sundkonan unga frá Þrótti Neskaupstað var meðal keppenda á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðara í sundi og frjálsum íþróttum fór fram í Laugardalnum nú um helgina. Ólafía Ósk gerði sér lítið fyrir og nældi sér í silfur í 50 m skriðsundi í flokki S- 10 og brons í 50 m bringusundi í flokki S-9. Auk þess keppti hún í 50 m baksundi og hafnaði þar í fimmta sæti.

Lesa meira

Dugnaðarforkar heiðraðir á sambandsþingi UÍA

64. Sambandsþing UÍA fór fram á Djúpavogi síðastliðinn sunnudag, að vanda voru þar veitt ýmis heiðursmerki fyrir ötult starf í þágu æskulýðs og íþróttamála í fjórðungnum.

Lesa meira

Sólríkt sambandsþing UÍA

64. Sambandsþingi UÍA fór fram í blíðskaparveðri á Djúpavogi 30. mars síðastliðinn.

35 þingfulltrúar frá 21 aðildarfélagi UÍA sóttu þing. Þingstörf gengu vel og ganglegar umræður sköpuðust um hin ýmsu málefni hreyfingarinnar.

Lesa meira

Eva Dögg íþróttamaður UÍA 2013

Eva Dögg Jóhannsdóttir glímukona í Val á Reyðarfirði var útnefnd íþróttamaður UÍA 2013, á 64. sambandsþingi UÍA sem fram fór á Djúpavogi síðastliðinn sunnudag.

Eva Dögg hefur keppt víða á árinu og náði góðum árangri. Hún varð Evrópumeistari í glímu í -63 kg þyngdarflokki og í 1. sæti í flokki kvenna -65 kg í Bikarglímu Íslands.

Lesa meira

Súpufundur um ferðakostnað knattspyrnufélaga hjá KSÍ

KSÍ stendur fyrir fyrirlestri um ferðakostnað knattspyrnufélaga miðvikudaginn 2. apríl klukkan 12.00-13.00. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð. Fundurinn verður sýndur beint á Sport TV og hefst útsending kl. 12.05. Áhugasamir aðilar sem ekki komast á staðinn geta því farið inn á heimasíðuna www.sporttv.is og fylgst með fundinum í beinni útsendingu.

Lesa meira

Æsispennandi Íslandsglíma

Framganga glímufólks UÍA hleypti gríðarlegri spennu í Íslandsglímuna sem fór fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans í dag, í hundraðasta og fjórða skipti.

Lesa meira

Sigrar á Heimsmeistaramóti fremur en að væflast um eins og gamalmenni.

Leiknismaðurinn knái Sigurður Haraldsson fór mikinn á Heimsmeistaramóti öldunga innanhúss, sem fram fór í Búdapest dagana 25.-30. mars. Sigurður hreppti þrjá heimsmeistaratitla í kringlukasti, sleggjukasti og lóðakasti í flokki 85-89 ára og hlaut silfur í spjótkasti og kúluvarpi.

Lesa meira

Austurlandsmót UÍA í alpagreinum

Austurlandsmót UÍA í alpagreinum og brettum verður  haldið í Stafdal 5. og 6. apríl 2014. Mótsboð er að finna á heimasíðu skíðafélagsins í Stafdal (www.stafdalur.is/) undir „Mót og úrslit“ og dagskrá verður gefin út í vikunni.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ