Sérdeild 1 sigraði Bólholtsbikarinn 2014
Lið sérdeildarinnar hampaði titlinum Bólholtsmeistari 2014. Úrslitahátíð Bólholtsbikarsins fór fram 22. mars í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.
Þar mættust lið Sérdeildarinnar, Sérsveitarinnar, ME og Austra.
Úrslitahátíðin hófst með viðureign Sérsveitarinnar og Austra. Fyrir þennan leik hafði Sérsveitin unnið alla sína leiki í vetur en Austri hafði betur í þessari viðureign og sigraði Sérsveitina 51-37.
Sérdeild 1 lagði lið ME að velli 56-46 í spennandi leik og með því tók Sérdeildin sér stöðu á móti Austra í úrslitaviðureigninni.
Eftir góða pásu mættust svo Sérsveitin og ME í leik um bronsið, leikurinn var spennandi og endaði með sigri Sérsveitarinnar, 76-69.
Í úrslitaviðureign mættust Sérdeil 1 og Austri. Mikil spenna ríkti í salnum á meðan leikurinn stóð yfir enda bæði lið hungruð í gullið og bikarinn góða og var hart barist um hvern bolta.
Sérdeildin hafði yfirhöndina að stærstum hluta í leiknum en lið Austra fylgdi þeim samt fast á eftir. Lokatölur leiksins voru 72-90 fyrir Sérdeildinni.
Sérdeildin hóf til bikarinn á loft í þriðja sinn en þeir sigruðu keppnina tvisvar árið 2012, en þá var hún haldin að vori til og svo aftur að hausti.
Veitt voru verðlaun fyrir Stigakóng keppninnar og þau hlaut Viggó Skúlason sem setti niður 174 stig.
UÍA þakkar Bólholti, dómurum keppninnar, leikmönnum, áhorfendum og öðrum sem lögðu okkur lið fyrir skemmtilega úrslitahátíð og undankeppni.