Austurlandsmót UÍA í alpagreinum

Austurlandsmót UÍA í alpagreinum og brettum verður  haldið í Stafdal 5. og 6. apríl 2014. Mótsboð er að finna á heimasíðu skíðafélagsins í Stafdal (www.stafdalur.is/) undir „Mót og úrslit“ og dagskrá verður gefin út í vikunni.

Í alpagreinum verður keppt í svigi og stórsvig en á brettum í brettastíl og brettaati. Austurlandsmót UÍA er öllum opið en iðkenndur félaga sem ekki eru í aðildarfélagi að UÍA keppa sem gestir. SKIS og SFF eru svo dæmi sé tekið aðildarfélög að UÍA.

Mótsstjóri alpagreina er Jón Óli Benediktsson, sími  8437715 og er hann byrjaður að taka niður nöfn þeirra sem aðstoðað getað við mótið. Magnús Baldur mun annast skráningar/afskráning fyrir alpagreinar hjá SKIS.

Mótsstjóri brettagreina er Bjarni Þór Haraldsson, sími 8437735, netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og er hann einnig byrjaður að taka niður nöfn þeirra sem aðstoða geta við mótið. Bjarni Þór mun einnig annast skráningar fyrir brettagreinar og er brettafólk á Seyðisfirði og Egilsstöðum sem áhuga hafa á því að keppa á Austurlandsmóti UÍA í brettastíl og brettaati beðnir að skrá sig hjá Bjarna Þór fyrir klukkan 21:00 miðvikudaginn næstkomandi, 3. apríl.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok