Súpufundur um ferðakostnað knattspyrnufélaga hjá KSÍ

KSÍ stendur fyrir fyrirlestri um ferðakostnað knattspyrnufélaga miðvikudaginn 2. apríl klukkan 12.00-13.00. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð. Fundurinn verður sýndur beint á Sport TV og hefst útsending kl. 12.05. Áhugasamir aðilar sem ekki komast á staðinn geta því farið inn á heimasíðuna www.sporttv.is og fylgst með fundinum í beinni útsendingu.

 

Fyrirlesarar eru Halla Kjartansdóttir og Bjarni Ólafur Birkisson. Halla er starfsmaður ÍSÍ í ferðasjóði íþróttafélaga og mun hún útskýra reglur og starfsemi sjóðsins. Í kjölfarið mun Bjarni Ólafur, formaður Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar, kynna hugmyndir sínar um jöfnunarsjóð knattspyrnufélaga en Bjarni situr í nefnd innan KSÍ sem fjallar um ferðakostnað félaganna.

KSÍ hvetur forráðamenn félaga til að fjölmenna á fundinn, en tillögur Bjarna snúa að öllum knattspyrnufélögum landsins og kostnað þeirra vegna ferðalaga í mót á vegum KSÍ.

Aðgangur er ókeypis og fundargestir fá súpu og brauð í boði KSÍ. Vinsamlegast boðið komu ykkar með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok