Ólafía Ósk með silfur og brons á Íslandsmóti ÍF í sundi
Ólafía Ósk Svanbergsdóttir, sundkonan unga frá Þrótti Neskaupstað var meðal keppenda á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðara í sundi og frjálsum íþróttum fór fram í Laugardalnum nú um helgina. Ólafía Ósk gerði sér lítið fyrir og nældi sér í silfur í 50 m skriðsundi í flokki S- 10 og brons í 50 m bringusundi í flokki S-9. Auk þess keppti hún í 50 m baksundi og hafnaði þar í fimmta sæti.
Ólafía Ósk vakti verðskulaða athygli nú fyrr á árinu þegar hún vann til þrennra verðlauna á alþjóðlegu sundmóti fatlaðra sem haldið var í Malmö í Svíþjóð og gaman verður fylgjast með þessari efnilegu sundkonu í framtíðinni.