Sigrar á Heimsmeistaramóti fremur en að væflast um eins og gamalmenni.

Leiknismaðurinn knái Sigurður Haraldsson fór mikinn á Heimsmeistaramóti öldunga innanhúss, sem fram fór í Búdapest dagana 25.-30. mars. Sigurður hreppti þrjá heimsmeistaratitla í kringlukasti, sleggjukasti og lóðakasti í flokki 85-89 ára og hlaut silfur í spjótkasti og kúluvarpi.

 

Að auki sló hann fjögur Íslandsmet í sínum aldursflokki. Sigurður var annar tveggja Íslendinga sem kepptu á mótinu en Sigurður hefur allan sinn feril, sem hófst fyrir 74 árum, haldið tryggð við og keppt fyrir sitt uppeldisfélag Leikni á Fáskrúðsfirði. Viðtal við kappann birtist í sjónvarpsfréttum RÚV nú að kvöldi 1. apríl og má nálgast það í Sarpinum á vefnum ruv.is, og hefst á 21,11 mínútu fréttatímans. Þar kemur m.a. fram að hann æfi 4-5 sinnum í viku allan ársins hring ,,fremur en að væflast um eins og gamalmenni".  Þeir sem vilja glöggva sig enn frekar á afrekum Sigurðar er bent á að í síðasta tölublaði Snæfells birtist ítarlegt viðtal við hann.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok