Norræn ungmennavika í Noregi

UMFÍ aulgýsir eftir áhugasömum ungmennum til að taka þátt í Ungmennaviku NSU í Noregi. UMFÍ á sæti fyrir 12 þátttakendur að þessu sinni og styrkir alla þátttakendur sína til ferðarinnar. Ungmennavikan fer fram dagana 28. júlí til 2.ágúst næstkomandi. Ungmennavika NSU rennur að þessu sinni inn í stórviðburð sem Norsk Frilynt heldur fyrir aðildarfélög sín í Noregi ár hvert og heitir SplæshCamp.

Lesa meira

Vormót í sundi og þjálfaranámskeið á Djúpavogi

Mikið verður um að vera hjá sundfólki um næstu helgi en þá fer fram Vormót UMF Neista og Vísis í sundlauginni á Djúpavogi þann 10 maí. Sömu helgi verður Brian Marshall með þjálfaranámskeið í sundi.

Lesa meira

Mótaskrá sundráðs UÍA í sumar

Sundráð UÍA hefur sent frá sér mótaskrá fyrir sumarið, kennir þar ýmissa grasa og auðséð að sundfólk á Austurlandi mun hafa í nógu að snúast í sumar.

Lesa meira

Hjólað í vinnuna hefst 7. maí

Hjólað í vinnuna hefst á morgunn, miðvikudaginn 7. maí og stendur til þriðjudagsins 27. maí. Skráning stendur yfir og hægt verður að skrá sig til leiks allt þar til keppninni lýkur.

Lesa meira

Ávaxtamót UÍA og Loðnuvinnslunnar hf MYNDIR OG ÚRSLIT

Það var líf og fjör í íþróttahúsi Fáskrúðsfjarðar í gær þegar Ávaxtamót UÍA og Loðnuvinnslunnar í frjálsum íþróttum fór þar fram. Þátttaka var afar góð en um 60 sprækir krakkar á aldrinum 3-10 ára, frá Leikni, Val, Þróttir, Þristi, Hetti, Súlunni og Neista, léku þar á alls oddi ásamt gómsætum gestum.

Lesa meira

Mótaskrá frjálsíþróttaráðs UÍA

Frjálsíþróttaráð UÍA fundar grimmt um þessar mundir enda móta- og viðburðaskrá sumarsins verið í mótun. Nú liggur hún fyrir og ljóst að nóg verður um að vera hjá frjálsíþróttafólkinu okkar í sumar.

Lesa meira

Viðburðarrík krakkahelgi hjá Freyfaxa framundan

Æskulýðsdeild Freyfaxa býður öllum áhugasömum hestakrökkum að taka þátt í skemmtilegri helgi í Reiðhöllinni og svæðinu kringum Stekkhólma. Boðið verður upp á gistum í Félagsheimilinu Iðavöllum við reiðhöllina.

Lesa meira

Hraustleg hross og knáir knapar í Fossgerði

Hestamenn og -konur hér eystra höfðu í nógu að snúast síðastliðna helgi en þá fór fram íþróttamót og unghrossakeppni í Fossgerði og tókst hvoru tveggja vonum framar að sögn mótshaldara. Veðrið lék hross og menn, áhorfendur nutu lífsins og starfsmenn mótsins unnu saman að því að gera þetta mót eftirminnilegt og skemmtilegt. Á íþróttamótinu kepptu knapar á öllum aldri, og víða mátti sjá falleg tilþrif.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok