Veðurguðirnir hafa leikið okkur Austfirðinga heldur grátt þennan veturinn og sett sitthvað úr skorðum, þar á meðal mótahald á skíðum. Enda verður það sennilega að teljast fullmikið af því góða þegar lyfturnar snjóa í kaf hvað ofan í annað.
En nú tekur vonandi við betri tíð og Skíðafélagið í Stafdal stefnir á að klára Austurlandsmót UÍA 10 ára og eldri í Stafdal mánudaginn 14. apríl. Brautarskoðun kl 16:00 og mótið byrji kl 16:30.
Unglingameistaramót í alpagreinum og göngu fór fram á Dalvík og Ólafsfirði 28.-30. mars síðastliðinn í blíðskapar veðri. UÍA átti þar 20 keppendur í alpagreinum en UMÍ er fyrir 12-15 ára.
Hópurinn stóð sig virkilega vel og var mikil upplifun og skemmtun bæði fyrir keppendur og áhorfendur.
Hið árlega Páskaeggjamót UÍA og Fjarðasports fer fram í íþróttahúsinu á Norðfirði, næstkomandi laugardag 12. apríl og hefst keppni kl 11.
Keppt verður í flokkum stáka og stelpna 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri í eftirtöldum greinum: Langstökki án atrennu, þrístökki án atrennu, hástökki, kúluvarpi og 100 m hlaupi.
Páskaeggjamót UÍA og Fjarðasports í frjálsum íþróttum fór fram á Norðfirði í dag.
Leiðindaveður í morgun setti mark sitt á keppendafjölda, en þó nokkrir lögðu ekki í skafrenning á Fagradal. Engu að síður mættu keppendur til leiks frá sjö félögum; Þrótti, Hetti, Þristi, Fram, Agli rauða, Leikni og HSK.
Mótið gekk vel, enda lagði fjöldi foreldra hönd á plóginn við framkvæmd þess.
Tuttugu nemendur frá Grunnskóla Reyðarfjarðar tóku þátt í Grunnskólamóti Íslands í glímu, sem fram fór 5. apríl í íþróttahúsi Melaskóla. Hópurinn samanstóð af krökkum sem mörg hver hafa æft hafa glímu af kappi með glímudeild Vals, og stóðu þau sig frábærlega.
Sex lið frá Þrótti lögðu í 12 klukkustunda rútuferð áÍslandsmót 2. og 4. flokks sem fram fór í Kórnum í Kópavogi um síðustu helgi. Ekki var að sjá að ferðalagið sæti neitt í þeim, tveir Íslandsmeistaratitlar skiluðu sér austur.