Austurlandsmót UÍA í alpagreinum önnur tilraun

Veðurguðirnir hafa leikið okkur Austfirðinga heldur grátt þennan veturinn og sett sitthvað úr skorðum, þar á meðal mótahald á skíðum. Enda verður það sennilega að teljast fullmikið af því góða þegar lyfturnar snjóa í kaf hvað ofan í annað.

En nú tekur vonandi við betri tíð og Skíðafélagið í Stafdal stefnir á að klára Austurlandsmót UÍA 10 ára og eldri í Stafdal mánudaginn 14. apríl.  Brautarskoðun kl 16:00 og mótið byrji kl 16:30.

Lesa meira

UMÍ á skíðum: Glaðasólskin og góður árangur.

Unglingameistaramót í alpagreinum og göngu fór fram á Dalvík og Ólafsfirði  28.-30. mars síðastliðinn í blíðskapar veðri. UÍA átti þar 20 keppendur í alpagreinum en UMÍ er fyrir 12-15 ára.

Hópurinn stóð sig virkilega vel og var mikil upplifun og skemmtun bæði fyrir keppendur og áhorfendur.

Lesa meira

Þróttur lagði Aftureldingu

Kvennalið Þróttar í blaki sigraði Aftureldingu í fyrsta leik liðanna í rimmunni um Íslandsmeistatitilinn, sem fram fór í Mosfellsbæ í gærkvöldi.

Lesa meira

Páskaeggjamót UÍA og Fjarðasports í frjálsum

Hið árlega Páskaeggjamót UÍA og Fjarðasports fer fram í íþróttahúsinu á Norðfirði, næstkomandi laugardag 12. apríl og hefst keppni kl 11.

Keppt verður í flokkum stáka og stelpna 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri í eftirtöldum greinum: Langstökki án atrennu, þrístökki án atrennu, hástökki, kúluvarpi og 100 m hlaupi.

Lesa meira

Páskaeggjamót UÍA og Fjarðasports í frjálsum: Úrslit og myndir

Páskaeggjamót UÍA og Fjarðasports í frjálsum íþróttum fór fram á Norðfirði í dag.

Leiðindaveður í morgun setti mark sitt á keppendafjölda, en þó nokkrir lögðu ekki í skafrenning á Fagradal. Engu að síður mættu keppendur til leiks frá sjö félögum; Þrótti, Hetti, Þristi, Fram, Agli rauða, Leikni og HSK.

Mótið gekk vel, enda lagði fjöldi foreldra hönd á plóginn við framkvæmd þess.

Lesa meira

Glímukrakkar gerðu það gott á grunnskólamóti

Tuttugu nemendur frá Grunnskóla Reyðarfjarðar tóku þátt í Grunnskólamóti Íslands í glímu, sem fram fór 5. apríl í íþróttahúsi Melaskóla. Hópurinn samanstóð af krökkum sem mörg hver hafa æft hafa glímu af kappi með glímudeild Vals, og stóðu þau sig frábærlega.

Lesa meira

Enn bætist í Íslandsmeistaratitlasafnið hjá Þrótti

Sex lið frá Þrótti lögðu í 12 klukkustunda rútuferð á Íslandsmót 2. og 4. flokks sem fram fór í Kórnum í Kópavogi um síðustu helgi. Ekki var að sjá að ferðalagið sæti neitt í þeim, tveir Íslandsmeistaratitlar skiluðu sér austur.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok