Úrslitakeppni Bólholtsbikarsins á laugardag

Í vetur hefur UÍA staðið fyrir spennandi utandeildarkeppni í körfubolta sem heitir Bólholtsbikarinn. Fimm lið frá Sérdeild 1, Sérsveitini, Austra, ME og 10. flokk Hattar hafa att kappi og á laugardaginn, 22. mars verður úrslitahátíð í íþróttahúsinu á Egilsstöðum, þar sem að fjögur stigahæstu liðin berjast um sjálfan Bólholtsbikarinn.

Úrslitahátíð Bólholtsbikarsins í körfubolta fer fram á laugardaginn í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.

Þar keppa fjögur lið: Sérdeild 1, Sérsveitin, Austri og ME.

Dagskrá hátíðarinnar er sem hér segir:

13:00 - undanúrslitaleikur 1 
14:30 - undanúrslitaleikur 2
16:00 - Hlé
17:00 - Bronsviðureign
18:30 - Úrslitaleikur
20:00 - Meistarar krýndir.

 

Frítt inn og allir velkomnir.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok