Æsispennandi Íslandsglíma

Framganga glímufólks UÍA hleypti gríðarlegri spennu í Íslandsglímuna sem fór fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans í dag, í hundraðasta og fjórða skipti.

Okkar menn þeir, Sindri Freyr Jónsson og Hjalti Þórarinn Ásmundsson sáu til þess að Ármenningurinn ósigrandi Pétur Eyþórsson, sem segja má að hafi verið með Grettisbeltið í fastri áskrift, þurfti sannarlega að hafa fyrir hlutunum í þetta skiptið. Sindri Freyr lagði glímukónginn tvisvar og andrúmsloftið á þéttskipuðum áhorfendabekkjum var spennuþrungið allt til loka. Miklar sviptingar voru í úrslitaumferðunum sem urðu þrjár talsins áður en Pétur hafði sigur og hampaði Grettisbeltinu í níunda sinn. Hjalti Þórarinn hafnaði í öðru sæti og Sindri Freyr í því þriðja. Þriðji UÍA keppandinn Ásmundur Hálfdán Þórarinsson varð fimmti.

Nýkjörinn íþróttamaður UÍA Eva Dögg Jóhannsdóttir glímdi vasklega í baráttunni um Freyjumenið, hún varð þó að lúta í lægra haldi fyrir Sólveigu Rós Jóhannesdóttur, Glímufélagi Dalamanna sem sigraði Íslandsglímuna í þriðja skipti í dag. Eva Dögg varð önnur og stalla hennar Bylgja Rún Ólafsdóttir UÍA varð fimmta.

Heiðursgestur mótsins var Lárus Blöndal forseti ÍSÍ og sá hann um að afhenda keppendum verðlaun í mótslok.

Heildarúrslit mótsins má sjá hér á vef Glímusambands Íslands. Fjallað var um Íslandsglímuna í íþróttafréttum RÚV í kvöld, finna má umfjöllunina í Sarpnum á ruv.is og hefst hún á 5,28 mín íþróttafréttanna.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok