Glíma

Aðalsteinsbikarinn Fjórðungsglíma Austurlands 2015

Aðalsteinsbikarinn - Fjórðungsglíma Austurlands fór fram í Íþróttahúsinu á Reyðarfirði sunnudaginn 27. desember. Tuttugu og tveir keppendur kepptu í tveimur flokkum karla og þremur flokkum kvenna. Mótið var hið skemmtilegasta og sjá mátti margar fallegar glímur um hin veglegu verðlaun, Aðalsteinsbikarinn, sem gefinn er í minningu Aðalsteins Eiríkssonar glímukappa og glímufrömuðar á Reyðarfirði.

Eftirtaldir einstaklingar stóðu uppi sem sigurvegarar og hömpuðu  Aðalsteinsbikarnum árið 2015:

Lesa meira

Borðtennissambandið heimsótti Austurland

Borðtennissamband Íslands stóð nýverið fyrir kynningu á íþróttinni með námskeiði á Egilsstöðum. Aðalþjálfarinn var ánægður eftir helgina og vongóður um að hægt verði að byggja upp frekara borðtennisstarf út frá henni.

Lesa meira

Ásmundur Hálfdán valinn glímumaður Reykjavíkurleikanna

Föstudagur, 29 Janúar 2016 09:38
Nú á dögunum tóku 7 iðkendur frá glímudeild Vals Reyðarfirði þátt í Reykjarvíkurleikunum og kepptu þar í glímu og backhold undir merkjum UÍA. Árangur Ásmundar Hálfdáns Ásmundssonar stóð hvað mest upp úr en hann vann alla sína flokka en þeir voru +90 kg og opin flokkur í báðum greinum, einig var hann valin glímumaður mótsins.

Lesa meira

Gleðileg jól: Jólafrí hjá UÍA

Starfsfólk UÍA, stjórn og Sprettur Sporlangi óska Austfirðingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Vonum að þið hafið það notalegt yfir hátíðarnar og fyrir þá sem vantar lesefni er rétt að benda á að Snæfell má nálgast í vefútgáfu hér.

Skrifstofan er farin í frí og ekki verður viðvera þar fyrr en 5. janúar.

Lesa meira

Zophonías Einarsson fékk starfsmerki UÍA

Zophonías Einarsson, betur þekktur sem Onni, fékk starfsmerki UÍA nýverið. Onni var árum saman lykilmaður í stjórn Þristarins, lengst af sem gjaldkeri.

Lesa meira

Körfubolti

Íþróttafólk og dugnaðarforkar Hattar heiðraðir á Þrettándagleði

Þann 6. Janúar fór fram þrettándagleði Fljótsdalshéraðs og Hattar með hefðbundnu sniði. Kyndlaganga lagði af stað kl 17:15 frá íþróttahúsinu og gengið var í Tjarnargarðinn þar sem brenna var tendruð. Áætlað er að um 200 manns hafi komið saman og var veður með besta móti. Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar setti athöfnina. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs flutti stutt erindi og fór yfir árið.

Lesa meira

Sund

Austri sigraði Bikarmót UÍA í sundi

Sundfólk á Austurlandi átti saman viðburðaríka helgi á Djúpavogi 21. og 22. nóvember.  Landsliðsþjálfarinn Ingi Þór Ágústson, sá um æfingabúðir fyrir börn og unglinga á laugardeginum en strax á sunnudeginum gafst sundfólkinu kostur á að sýna hvað það hafði lært, því þá fór fram Bikarmót UÍA.Þar atti kappi sundfólk frá Hetti, Austra, Þrótti, Sindra og Neista um titlillinn Bikarmeistari Austurlands. Mikil stemming myndaðist á bakkanum og keppendur voru hvattir duglega áfram, andrúmsloftið var þrungið eftirvæntingu þegar úrslit voru kunngjörð enda höfðu allir keppendur gert sitt allra besta til að næla í stig fyrir sitt félag.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ