Zophonías Einarsson fékk starfsmerki UÍA
Zophonías Einarsson, betur þekktur sem Onni, fékk starfsmerki UÍA nýverið. Onni var árum saman lykilmaður í stjórn Þristarins, lengst af sem gjaldkeri.
Onni bjó í Hallormsstaðarskóla og mátti því gjarnan leita til hans varðandi völlinn eða íþróttahúsið. Hann var kjölfestan í stjórn félagsins og óþreytandi í að leiðbeina þeim yngri.
Onni kenndi í Hallormsstaðarskóla og var maðurinn á bakvið skákáhuga í skólanum með kennslu og mótahaldi.
Hann fékk starfsmerkið afhent á heimili sínu í Reykjavík af formanni og framkvæmdastjóra UÍA.