Zophonías Einarsson fékk starfsmerki UÍA

Zophonías Einarsson, betur þekktur sem Onni, fékk starfsmerki UÍA nýverið. Onni var árum saman lykilmaður í stjórn Þristarins, lengst af sem gjaldkeri.

Onni bjó í Hallormsstaðarskóla og mátti því gjarnan leita til hans varðandi völlinn eða íþróttahúsið. Hann var kjölfestan í stjórn félagsins og óþreytandi í að leiðbeina þeim yngri.

Onni kenndi í Hallormsstaðarskóla og var maðurinn á bakvið skákáhuga í skólanum með kennslu og mótahaldi.

Hann fékk starfsmerkið afhent á heimili sínu í Reykjavík af formanni og framkvæmdastjóra UÍA.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok