Bólholtsbikarinn 2015-2016 hefst senn

Keppni í Bólholtsbikarnum í körfuknattleik hefst innan skamms. Áhugasamir körfuknattleiksmenn á starfsvæði á Austurlandi tóku árið 2011 höndum saman og efndu til utandeildarkeppni í körfuknattleik í samstarfi við UÍA og með fulltingi frá Bólholti. Keppnin hefur notið mikilla vinsælda og hefur því verið ákveðið blása til leiks í Bólholtsbikarnum í fimmta skiptið.

Lesa meira

Hreyfivika á Austurlandi

Hreyfivika UMFÍ stendur nú yfir, er verkefninu tekið fagnandi hér eystra og fjölbreyttir hreyfiviðburðir í boði víða um Austurland.

Hreyfivikan er Evrópuverkefni sem miðar af því að fá sem flesta Evrópubúa til að gefa hreyfingu og heilbrigði aukinn gaum og hvetja sem flesta til að finna sér hreyfingu við hæfi og stunda hana reglubundið.

Fljótsdalshérað, Fjarðabyggð, Seyðisfjarðarhreppur, Vopnafjarðarhreppur, Breiðdalshreppur og Fljótsdalshreppur taka þátt í verkefninu að þessu sinni og óhætt að segja að það kenni ýmissa grasa í hreyfiviðburðaflórunni hér eystra s.s. Skallatennis á Vopnafirði, Fílafótbolta og Hipp Hopp skotboltamót á Héraði, mömmu og pabba Hreysti á Seyðisfirði, frítt í sund og rækt í Fjarðabyggð, Skólahlaup í Breiðdal og fjallganga í Fljótsdal. Hér er hægt að glöggva sig enn frekar á þeim fjölmörgu viðburðum sem í boði eru. En alls eru um 80 viðburðir skipulagðir á Austurlandi í tilefni af Hreyfiviku.

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í haustúthlutun Spretts Afrekssjóðs UÍA og Alcoa

UÍA auglýsir eftir styrkumsóknum í Sprett Afrekssjóð UÍA og Alcoa, umsóknarfrestur er til 4. október.

Sjóðurinn hefur verið starfræktur frá árinu 2009 og veitt fjölda mörgum íþróttamönnum, þjálfurum og félögum á Austurlandi styrki til góðra verka. Alcoa sem leggur til sjóðsfé í Sprett en UÍA sér um umsýslu hans. Árlega er veitt 2,3 milljónum króna úr sjóðnum en að auki hlýtur íþróttamaður UÍA styrk úr sjóðnum ár hvert.

Við hvetjum íþróttafólk, þjálfara og íþróttafélög á Austurlandi að sækja um í sjóðin og vekjum sérstaka athygli á því að á haustin er tekið á móti umsóknum um afreksstyrki.

Lesa meira

Eiga íþróttabandalögin heima innan UMFÍ? Kynningarfundur á Egilsstöðum

UMFÍ fer nú um landið og kynnir niðurstöður nefndar sem falið var að skoða aðild íþróttabandalaga að UMFÍ. Um er að ræða mikið álita- og hagsmunamál innan hreyfingarinnar sem verður til umfjöllunar á sambandsþingi UMFÍ sem fram fer á Vík í Mýrdal 17.-18. október. Kynningarfundur fyrir Austurland verður á Egilsstöðum þriðjudaginn 6. október kl 17:30. Haukur Valtýrsson formaður nefndarinnar og stjórnarmaður í UMFÍ kynnir niðurstöður og stýrir fundinum.

Lesa meira

Fjórir austfirskir blakarar valdir í U 19 landsliðin.

Landsliðsþjálfarar U19 ára landsliðanna hafa tilkynnt lokahópa sína fyrir NEVZA mótið í Ikast um miðjan október. Fjórir austfirskri blakarar eru í hópnum þau Ragnar Ingi Axelsson, María Rún Karlsdóttir og Heiða Elísabet Gunnarsdóttir öll frá Þrótti og Gígja Guðnadóttir úr Leikni.

Lesa meira

Spennandi mótaröð UÍA og HEF lokið

Stigahæstu einstaklingar í mótaröð UÍA og HEF í frjálsum íþróttum voru krýndir síðastliðinn miðvikudag en þá fór fram þriðja og síðasta mót sumarsins á Vilhjálmsvelli.

Stigahæst, eftir spennandi baráttu á mótum sumarsins, urðu þessi:

Lesa meira

SSÍ heimsækir Austurland

Sundsamband Íslands heimsækir Austurland nú um helgina.

Landsliðsfólk í sundi mun sjá um æfingu fyrir austfirskt sundfólk auk þess sem þjálfar, stjórnarfólk sunddeilda og foreldrar fá fræðslu um ýmislegt tengt sundiðkun barna og unglinga.

Aukin heldur verður boðið upp á dómaranámskeið en dómaraskortur hefur háð sundmótahaldi á Austurlandi um nokkurt skeið. Allir sem áhuga hafa á sundiðkun eru velkomnir og ekkert kostar að taka þátt.

Lesa meira

Austfirsk ungmenni á leið til Ungverjalands

Tólf austfirsk ungmenni halda á sunnudag til Ungverjalands í 11 daga ferð, ásamt framkvæmdastýru og formanni UÍA. Ferðinni er heitið til bæjarnins Orosháza en þar mun hópurinn, ásamt ungverskum jafnöldrum sínum, taka þátt í ungmennaverkefni sem ber yfirskriftina HUN-ICE Sports in social inclucion and non-formal education.

Markmið verkefnisins er að efla samstöðu og skilning meðal ungs fólks frá ólíkum löndum. Til þess er stefnt saman ungmennum frá dreifbýli á Íslandi og í Ungverjalandi í viku þar sem notaðar eru óformlegar námsaðferðir. Stefnt er að því að ungmennin verði félagslega færari eftir ferðina með ríkari skilning á fjölbreyttri menningu. Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn eigum við ýmislegt sameiginlegt, bæði áskoranir og lausnir. Sérstök áhersla er lögð á íþróttir til að virkja sem flesta í samfélaginu en hóparnir munu undirbúa og taka þátt í jaðaríþróttadegi í Orosháza.

Lesa meira

Spyrnir hampaði Launaflsbikarnum eftir spennandi úrslitaleik

Lið Spyrnis frá Egilsstöðum er Launaflsbikarmeistari UÍA árið 2015. Spyrnismenn unnu Leikni B í framlengdum úrslitaleik með fjórum mörkum gegn tveimur. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2-2.

Úrslitaleikurinn fór fram á sunnudag á Eskjuvelli á Eskifirði og hófst með miklum látum, en Leiknismenn komust yfir eftir rúmlega mínútu leik. Þá kom langur bolti fram völlinn á Dag Valsson, sem gerði sér lítið fyrir og skoraði með góðu skoti í fjærhornið, framhjá tveimur varnarmönnum Spyrnis. Dagur fékk feykimikinn tíma til að athafna sig og virtust Spyrnismenn hreinlega ekki verið búnir að byrja leikinn.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok