Fjórir Íslandsmeistaratitlar austur

Frjálsíþróttakeppendur UÍA röðu inn verðlaunum á Meistaramóti Íslands 15-22 ára sem fram fór á Sauðarkróki um síðustu helgi. Fjórir Íslandsmeistaratitlar skiluðu sér austur auk annara verðlauna og fjölda bætinga.

Lesa meira

,,Líður eins og ráðherrum að bjarga jörðinni'' | Ungmennavika NSU

Þessa vikuna fer fram árleg ungmennavika NSU í Karenhøj í Danmörku en í ár er þemað play 4 the planet - Norden redder jorden. Í þessu verkefni á UÍA þrjá fulltrúa af 13 manna hóp frá íslandi, þau Rebekku Karlsdóttur, Emmu Líf Jónsdóttur og Kristján Ríkarðsson. Alls eru þáttakendur í kringum 40 og koma frá Danmörku, Noregi, Finnlandi, Þýskalandi og Eistlandi.

Þegar Rebekka Karlsdóttir, einn fulltrúi UÍA, var spurð hvað hefði komið sér mest á óvart varðandi ferðina stóð ekki á svari.

Lesa meira

Unglingalandsmót að bresta á

Allt í einu er sumarið meira en hálfnað og verslunarmannahelgin hinumegin við hornið. Þá halda íþróttakrakkar og fjölskyldur þeirra jafnan á Unglingalandsmót sem haldið verður á Akureyri þetta árið. Báðir starfsmenn UÍA fara með hópnum sem telur yfir 100 keppendur sem verður að teljast ansi mögnuð tala. Keppnisstaðir á Akureyri verða 29 og keppt í nánast öllu því sem hægt er að keppa í. Keppnisdagskrá helgarinnar í heild sinni má finna HÉR. Settu "like" á UÍA á Facebook til að fylgjast betur með öllu því skemmtilega sem fram fer um helgina.

Afþreyingardagskrá ULM 2015 er eftirfarandi:

Lesa meira

Fullt að gerast í frjálsum, Spretts Sporlangaleikar og síðasta greinamót UÍA og HEF framundan

Það er mikið að gera hjá frjálsíþróttafólki, stóru sem smáu, þessa dagana.

Hinir árlegur og stórskemmtilegur Spretts Sporlangaleikar fara fram þriðjudaginn 18. ágúst kl 17:00 á Vilhjálmsvelli. Þar verður boðið upp á léttar og skemmtilegar frjálsíþróttaþrautir fyrir 10 ára og yngri, auk þess sem Sprettur sjálfur heiðrar samkomuna með nærveru sinni.

Þátttökugjald er 500 kr og skráning á staðnum frá kl 16:30.

Lesa meira

Ferðasaga | Glímukappar UÍA í Skotlandi

Glímusamband Íslands fór í æfinga- og keppnisferð til Skotlands með unglingalandslið Íslands 30.júlí til 3.ágúst. Frá UÍA fóru 3 keppendur, þær Bylgja Rún Ólafsdóttir, Kristín Embla Guðjónsdóttir og Rebekka Rut Svansdóttir. Þessi ferð var í samstarfi við Skoska Back-hold sambandið og einnig voru þar Frakkar sem bættust í hópinn.

Lesa meira

Höttur tekur upp greiðslu- og skráningarkerfið Nóra.

Rétt í þessu voru Davíð Þór Sigurðarson, formaður Íþróttafélagsins Hattar, Inga Rós Unnarsdóttir, þjónustustjóri Motus á Austurlandi og Stefán Þór Eyjólfsson, lögmaður Pacta fyrir hönd Greiðslumiðlunar ehf, að undirrita samstarfssamning milli félaganna tveggja. Samningurinn felur í sér að Íþróttafélagið Höttur mun taka upp greiðslu- og skráningarkerfið Nóra sem mun fela í sér breytingu í utanumhaldi iðkenda.

Lesa meira

Unglingalandsmóti lokið - úrslit.

Þau eru þreytt en sátt, UÍA liðið, sem heldur nú heim frá Akureyri eftir góða unglingalandsmótshelgi. Árangur okkar fólks um helgina er mjög góður og veðrið betra en við höfum vanist hér í sumar. Um leið og við tilgreinum árangur þeirra keppanda sem lentu á palli viljum við þakka öllum þeim kærlega fyrir helgina sem mættu og voru UÍA, sjálfum sér og Austurlandi öllu til sóma. Úrslit úr nokkrum greinum, til dæmis strandblaki, hafa ekki enn verið birt af mótshöldurum og því ekki aðgengileg ennþá. Öll úrslit sem búið er að birta má nálgast hér. Myndir frá helginni má nálgast hér. Ekki gleyma að láta þér líka (like) við okkur á Facebook.

 

Lesa meira

Langar þig til Ungverjalands?


Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands leitar að ungmennum á aldrinum 15-25 ára til þess að taka þátt í samstarfsverkefni við ungverskt ungmennafélag. Um er að ræða verkefni, styrkt af Evrópu Unga fólksins, þar sem aðal áhersla verður á að læra hvort af öðru, leiðtogahæfni, íþróttaiðkun og menningarlegan mismun. Verkefnið fer fram í borginni Orosháza dagana 8.-15. september en dagarnir 7. og 16. fara mjög líklega í ferðalag.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok