Fjórir Íslandsmeistaratitlar austur
Frjálsíþróttakeppendur UÍA röðu inn verðlaunum á Meistaramóti Íslands 15-22 ára sem fram fór á Sauðarkróki um síðustu helgi. Fjórir Íslandsmeistaratitlar skiluðu sér austur auk annara verðlauna og fjölda bætinga.
Frjálsíþróttakeppendur UÍA röðu inn verðlaunum á Meistaramóti Íslands 15-22 ára sem fram fór á Sauðarkróki um síðustu helgi. Fjórir Íslandsmeistaratitlar skiluðu sér austur auk annara verðlauna og fjölda bætinga.
Þessa vikuna fer fram árleg ungmennavika NSU í Karenhøj í Danmörku en í ár er þemað play 4 the planet - Norden redder jorden. Í þessu verkefni á UÍA þrjá fulltrúa af 13 manna hóp frá íslandi, þau Rebekku Karlsdóttur, Emmu Líf Jónsdóttur og Kristján Ríkarðsson. Alls eru þáttakendur í kringum 40 og koma frá Danmörku, Noregi, Finnlandi, Þýskalandi og Eistlandi.
Þegar Rebekka Karlsdóttir, einn fulltrúi UÍA, var spurð hvað hefði komið sér mest á óvart varðandi ferðina stóð ekki á svari.
Allt í einu er sumarið meira en hálfnað og verslunarmannahelgin hinumegin við hornið. Þá halda íþróttakrakkar og fjölskyldur þeirra jafnan á Unglingalandsmót sem haldið verður á Akureyri þetta árið. Báðir starfsmenn UÍA fara með hópnum sem telur yfir 100 keppendur sem verður að teljast ansi mögnuð tala. Keppnisstaðir á Akureyri verða 29 og keppt í nánast öllu því sem hægt er að keppa í. Keppnisdagskrá helgarinnar í heild sinni má finna HÉR. Settu "like" á UÍA á Facebook til að fylgjast betur með öllu því skemmtilega sem fram fer um helgina.
Afþreyingardagskrá ULM 2015 er eftirfarandi:
Það er mikið að gera hjá frjálsíþróttafólki, stóru sem smáu, þessa dagana.
Hinir árlegur og stórskemmtilegur Spretts Sporlangaleikar fara fram þriðjudaginn 18. ágúst kl 17:00 á Vilhjálmsvelli. Þar verður boðið upp á léttar og skemmtilegar frjálsíþróttaþrautir fyrir 10 ára og yngri, auk þess sem Sprettur sjálfur heiðrar samkomuna með nærveru sinni.
Þátttökugjald er 500 kr og skráning á staðnum frá kl 16:30.
Glímusamband Íslands fór í æfinga- og keppnisferð til Skotlands með unglingalandslið Íslands 30.júlí til 3.ágúst. Frá UÍA fóru 3 keppendur, þær Bylgja Rún Ólafsdóttir, Kristín Embla Guðjónsdóttir og Rebekka Rut Svansdóttir. Þessi ferð var í samstarfi við Skoska Back-hold sambandið og einnig voru þar Frakkar sem bættust í hópinn.
Rétt í þessu voru Davíð Þór Sigurðarson, formaður Íþróttafélagsins Hattar, Inga Rós Unnarsdóttir, þjónustustjóri Motus á Austurlandi og Stefán Þór Eyjólfsson, lögmaður Pacta fyrir hönd Greiðslumiðlunar ehf, að undirrita samstarfssamning milli félaganna tveggja. Samningurinn felur í sér að Íþróttafélagið Höttur mun taka upp greiðslu- og skráningarkerfið Nóra sem mun fela í sér breytingu í utanumhaldi iðkenda.
Spyrnir og Leiknir mætast í úrslitaleik Launaflsbikarsins klukkan 15:00 á sunnudag. Leikið verður á Eskjuvelli á Eskifirði.
Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands leitar að ungmennum á aldrinum 15-25 ára til þess að taka þátt í samstarfsverkefni við ungverskt ungmennafélag. Um er að ræða verkefni, styrkt af Evrópu Unga fólksins, þar sem aðal áhersla verður á að læra hvort af öðru, leiðtogahæfni, íþróttaiðkun og menningarlegan mismun. Verkefnið fer fram í borginni Orosháza dagana 8.-15. september en dagarnir 7. og 16. fara mjög líklega í ferðalag.
Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.
Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.
Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.
Kennitala UÍA er: 660269-4369.