Ferðasaga | Glímukappar UÍA í Skotlandi

Glímusamband Íslands fór í æfinga- og keppnisferð til Skotlands með unglingalandslið Íslands 30.júlí til 3.ágúst. Frá UÍA fóru 3 keppendur, þær Bylgja Rún Ólafsdóttir, Kristín Embla Guðjónsdóttir og Rebekka Rut Svansdóttir. Þessi ferð var í samstarfi við Skoska Back-hold sambandið og einnig voru þar Frakkar sem bættust í hópinn.

 

Flogið var til Glasgow fimmtudaginn 30. júlí, þaðan var farið til Edinborgar til þess að kaupa skotapils sem keppt var í á Sunnudeginum. Eftir það var svo keyrt til Dundee og þaðan á Skátasvæðið þar sem æfingabúðirnar voru. Æfingarnar byrjuðu svo á föstudeginum, og æft var Backhold (Skotland), Gouren (Frakkland) og Glímu (Ísland). Á laugadeginum var svo sama æfingarfyrirkomulagið. Á sunnudeginum var farið á hálandaleika þar sem var keppt í Backhold. Íslendingum gekk mjög vel og Bylgja Rún hafnaði í 2. sæti í opnum flokki unglinga og 5. sæti í opnum flokki fullorðinna og Kristín Embla hafnaði í 3. sæti í opnum flokki unglinga. Á mánudeginum var síðan flogið til Íslands og á þriðjudeginum flugu fulltrúar UÍA austur.

  Þessi ferð var mikið meira en bara æfinga – og keppnisferð, þar sem fullt af nýjum vinum bættust í hópinn frá Skotlandi, Frakklandi og einnig frá Íslandi.

 

Fararstjórar voru þau Ólafur Oddur Sigurðsson, Jóhanna Margrét Árnadóttir og Guðmundur Stefán Gunnarsson

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok