Það er spennandi helgi framundan hjá sundfólki á Austurlandi og ljóst að sundlaugin á Djúpavogi um iða af lífi, en á laugardag stendur UMF Neisti fyrir æfingabúðum í sundi undir stjórn Inga Þórs Ágústssonar landsliðsþjálfara í sundi og á sunnudag fer fram Bikarmót UÍA í sundi. En þar munu Höttur, Austri, Neisti, Sindri og Þróttur berjast um tiltilinn Bikarmeistari Austurlands í sundi. Austri hampaði bikarnum í fyrra og stöðvaði þar áralanga sigurgöngu heimamanna í Neista. Nú verður spennandi að sjá hvert bikarinn ratar í ár.
Ólafía Ósk Svanbergsdóttir 12 ára keppandi frá Þrótti Neskaupstað keppti á Íslandsmóti ÍF í sundi sem haldið var í Ásvallalaug í Hafnarfirði síðustu helgi. Þar sigraði Ólafía Ósk 50 m. skriðsundi í flokki S8 -S13 og var einnig í þriðja sæti í 50 m. baksundi og í 50 m. bringusundi.
Föstudaginn 13. nóvember ætlar Evrópa unga fólksins að standa fyrir námskeiði í gerð ungmennaskipta í samstarfi við Fljótsdalshérað. Námskeiðið verður frá klukkan 12:00 – 18:00 og verður haldið í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.
Farið verður yfir helstu gæðaatriði sem mikilvægt er að hafa í huga við mótun ungmennaskipta ásamt því að það verður farið yfir umsóknarferlið í Erasmus+. Frábært tækifæri til að læra að sækja um styrki fyrir spennandi evrópskum verkefnum.
Bólholtsbikarinn, utandeildarkeppni í körfubolta fer af stað í fimmta sinn í nú í vikunni. Fjögur lið eru skráð til leiks Fjarðabyggð, Unglingaflokkur Hattar, Sérdeildin og Egilsstaðanautin.
Eins og undanfarin ár verða leiknar 10 umferðir og keppninni lýkur á úrslitahátíð um miðjan mars.
Telma Ívarsdóttir knattspyrnukona úr Þrótti/KFF hefur verið valin í U 17 landsliðshóp, sem hefur leik í undankeppni EM 2016 í vikunni, í riðli sem er leikinn í Svartfjallalandi.
Auk Íslendinga og heimastúlkna eru Færeyingar og Finnar í riðlinum. Leikdagar eru 22., 24. og 27. október og eru fyrstu mótherjarnir Svartfellingar. Hægt verður að fylgjast með gangi mála í leikjunum á vef UEFA og hér á heimasíðu KSÍ má sjá leiktíma og fleira.
Sjö þingfulltrúar frá UÍA sátu á 49. Sambandsþingi UMFÍ á Vík í Mýrdal um helgina.
Ungur meðalaldur UÍA fulltrúa vakti nokkra athygli en hann var um 34 ár sem verður að teljast harla frísklegt á samkomu sem þessari. Má það einkum rekja til þess að þau Rebekka Karlsdóttir, Þórir Steinn Valgeirsson og Vigdís Diljá Óskarsdóttir, sem öll voru í hópi ungmenna sem héldu til Ungverjalands með UÍA á dögnum, slógust í hóp með eldri og reyndari þingfulltrúum þeim Bjarka Sigurðssyni, Lovísu Hreinsdóttur, Gunnari Gunnarssyni og Hildi Bergsdóttur.