Spennandi sundhelgi framundan á Djúpavogi

Það er spennandi helgi framundan hjá sundfólki á Austurlandi og ljóst að sundlaugin á Djúpavogi um iða af lífi, en á laugardag stendur UMF Neisti fyrir æfingabúðum í sundi undir stjórn Inga Þórs Ágústssonar landsliðsþjálfara í sundi og á sunnudag fer fram Bikarmót UÍA í sundi. En þar munu Höttur, Austri, Neisti, Sindri og Þróttur berjast um tiltilinn Bikarmeistari Austurlands í sundi. Austri hampaði bikarnum í fyrra og stöðvaði þar áralanga sigurgöngu heimamanna í Neista. Nú verður spennandi að sjá hvert bikarinn ratar í ár.

Lesa meira

Ólafía Ósk með Íslandsmeistaratitil í sundi

Ólafía Ósk Svanbergsdóttir 12 ára  keppandi frá Þrótti Neskaupstað keppti á Íslandsmóti ÍF í sundi sem haldið var í Ásvallalaug í Hafnarfirði síðustu helgi. Þar sigraði Ólafía Ósk 50 m. skriðsundi í flokki S8 -S13 og var einnig  í þriðja sæti í 50 m. baksundi og í 50 m. bringusundi.

Lesa meira

Evrópa unga fólksins á Austurlandi

Föstudaginn 13. nóvember ætlar Evrópa unga fólksins að standa fyrir námskeiði í gerð ungmennaskipta í samstarfi við Fljótsdalshérað. Námskeiðið verður frá klukkan 12:00 – 18:00 og verður haldið í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.

Farið verður yfir helstu gæðaatriði sem mikilvægt er að hafa í huga við mótun ungmennaskipta ásamt því að það verður farið yfir umsóknarferlið í Erasmus+. Frábært tækifæri til að læra að sækja um styrki fyrir spennandi evrópskum verkefnum.

Lesa meira

Keppni hafin í Bólholtsbikarnum

Bólholtsbikarinn, utandeildarkeppni í körfubolta fer af stað í fimmta sinn í nú í vikunni. Fjögur lið eru skráð til leiks Fjarðabyggð, Unglingaflokkur Hattar, Sérdeildin og Egilsstaðanautin.

Eins og undanfarin ár verða leiknar 10 umferðir og keppninni lýkur á úrslitahátíð um miðjan mars.

Lesa meira

Telma spilar með U17 í Svartfjallalandi

Telma Ívarsdóttir knattspyrnukona úr Þrótti/KFF hefur verið valin í U 17 landsliðshóp, sem hefur leik í undankeppni EM 2016 í vikunni, í riðli sem er leikinn í Svartfjallalandi.

Auk Íslendinga og heimastúlkna eru Færeyingar og Finnar í riðlinum.  Leikdagar eru 22., 24. og 27. október og eru fyrstu mótherjarnir Svartfellingar.  Hægt verður að fylgjast með gangi mála í leikjunum á vef UEFA og hér á heimasíðu KSÍ má sjá leiktíma og fleira.

Lesa meira

Haustúthlutun úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa

Nýverið fór fram í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði, afhending úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa.

Sjóðurinn hefur verið starfræktur í núverandi mynd frá árinu 2009, veitt er úr sjóðunum tvisvar á ári að vori og hausti.

Sjóðurinn er gríðarleg lyftistöng fyrir íþróttalíf á svæðinu og hefur stutt við fjölda austfirsk íþróttafólks í gegnum árin.

Lesa meira

Skrifstofa UÍA lokuð 2.-8. nóvember

Skrifstofa UÍA verður lokuð vikuna 2.-8. nóvember vegna ferðar framkvæmdastýru á íþrótta- og útivistarnámskeiðs á vegum EUF á Kýpur.

Tölvupósti verður svarað eftir föngum.

Ungir og efnilegir þingfulltrúar UÍA á sambandsþingi UMFÍ í Vík

Sjö þingfulltrúar frá UÍA sátu á 49. Sambandsþingi UMFÍ á Vík í Mýrdal um helgina.

Ungur meðalaldur UÍA fulltrúa vakti nokkra athygli en hann var um 34 ár sem verður að teljast harla frísklegt á samkomu sem þessari. Má það einkum rekja til þess að þau Rebekka Karlsdóttir, Þórir Steinn Valgeirsson og Vigdís Diljá Óskarsdóttir, sem öll voru í hópi ungmenna sem héldu til Ungverjalands með UÍA á dögnum, slógust í hóp með eldri og reyndari þingfulltrúum þeim Bjarka Sigurðssyni, Lovísu Hreinsdóttur, Gunnari Gunnarssyni og Hildi Bergsdóttur.

 

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok