Árangursríkt Sambandsþing á Vopnafirði

Sambandsþing UÍA fór fram á Vopnafirði síðastliðinn laugardag. Karlakór Vopnafjarðar sló tóninn í upphafi þings með kröftugum söng og lagði þannig línurnar fyrir afar gott þing sem einkenndist af virkri þátttöku og líflegum umræðum.

Lesa meira

Ásmundur Hálfdán Glímukóngur Íslands

Laugardaginn 2. apríl fór Íslandsglíman fram í Reykjavík. Keppt var um hin eftirsóttu verðlaun Grettisbeltið og Freyjumenið. Fimm kepptu í flokki karla og 7 í flokki kvenna.
Eftir snarpar og bráðskemmtilegar glímur stóð Ásmundur Hálfdán Ásmundsson UÍA uppi sem sigurvegari í karlaflokki og hampar því Grettisbeltinu elsta verðlaunagrip á Íslandi og hlýtur sæmdarheitið glímukóngur Íslands.

Lesa meira

Góður árangur í grunnskólamóti og sveitaglímu

Sautján nemendur frá Grunnskóla Reyðarfjarðar tóku þátt í Grunnskólamóti Íslands sem fram fór á Hvolsvelli laugardaginn 19. mars og stóðu sig með miklum ágætum. Þeir urðu aðrir í stigakeppni skóla á eftir Hvolsskóla og eignuðust fjóra grunnskólameistara, Þórð Pál  Ólafsson, Birki Inga Óskarsson, Mörtu Lovísu Kjartansdóttur og Nikólínu Bóel Ólafsdóttur.

Lesa meira

Sambandsþing á Vopnafirði 9. apríl

Sambandsþing UÍA fer fram í Miklagarði á Vopnafirði laugardaginn 9. apríl næstkomandi og hefst með hádegisverði kl 11:30. 

Lesa meira

Hjólakraftur Austurland- Allir út að hjóla með UMF Þristi

UMF Þristur stendur nú fyrir spennandi hjólreiðaverkefni í samstarfi við Hjólakraft. Um er að ræða hjólreiðaæfingar ásamt ýmsiskonar útivist og jaðaríþróttum. Æfingarnar eru ætlaðar unglingum 11-18 ára en aldursbilinu verður skipt frekar upp á æfingum.

Unglingaflokkur Hattar varði Bólholtsbikarinn

Unglingaflokkur Hattar fagnaði sigri í bikarkeppni Bólholts og Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) í körfuknattleik. Flokkurinn lagði Egilsstaðanautin 59-51 í úrslitaleik.

Lesa meira

Sprettur afrekssjóður - opið fyrir umsóknir

UÍA auglýsir eftir styrkumsóknum vegna vorúthlutunnar, úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa, umsóknarfrestur er til og með 6. maí.

Sjóðurinn hefur verið starfræktur frá árinu 2009 og veitt fjölda mörgum íþróttamönnum, þjálfurum og félögum á Austurlandi styrki til góðra verka. Alcoa sem leggur til sjóðsfé í Sprett en UÍA sér um umsýslu hans. Árlega er veitt 2,3 milljónum króna úr sjóðnum en að auki hlýtur íþróttamaður UÍA styrk úr sjóðnum ár hvert.

Lesa meira

Austfirðingum boðið í jákvæðni og leiki

UÍA í samstarfi við UMFI, Þjónustusamfélagið á Fljótsdalshéraði og Vopnafjarðarhrepp, stóð nýverið fyrir fyrirlestum undir samheitinu „leikum okkur“ þar sem áherslan var á hreyfingu og jákvæðan tilgang.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok