Sambandsþing á Vopnafirði 9. apríl
Sambandsþing UÍA fer fram í Miklagarði á Vopnafirði laugardaginn 9. apríl næstkomandi og hefst með hádegisverði kl 11:30.
Sú nýlunda verður á þingstörfum að þessu sinni að boðið verður upp á umræðuvettvang í anda World café eða Heimskaffi. Þinggestum verður skipt upp í umræðuhópa sem fara yfir hin ýmsu málefni er varða starf UÍA s.s. verkefni UÍA, Unglingalandsmót 2017, sjálfboðaliðastörf, samskipti við UMFÍ og ÍSÍ og fjármál. Allir þinggestir munu tæpa á öllum umræðuefnum. Með þessu viljum við opna umræðuna um starf og stefnu UÍA enn frekar og skapa vettvang til sameiginlegra skoðannaskipta og hugarflugs.
Dagskrá
11:30 Matur
12:00 Karlkór Vopnafjarðar tekur lagið fyrir þinggesti
-Þingsetning og skipan starfsmanna– Gunnar Gunnarsson formaður UÍA
a) Þingforseti b) Þingritari c) Kjörbréfanefnd
12:05 Skýrsla stjórnar – Gunnar Gunnarsson
12:20 Ársreikningur 2015 lagður fram – Jósef Auðunn Friðriksson
12:30 Umræður um skýrslu stjórnar, ársreikning
12:50 Ákvörðun um atkvæðisrétt mættra fulltrúa – Formaður kjörbréfanefndar
12:55 Skýrsla stjórnar og ársreikningar bornir undir atkvæði.
13:00 Veiting viðurkenninga
13:15 Ávörp gesta
13:40 Vísan mála í nefndir, kynning á Heimskaffi fyrirkomulagi.
13:45 Heimskaffi og kaffi
16:15 Niðurstöður úr Heimskaffi kynntar
16:45 Kostningar
a) Formaður b) 4 menn í aðal stjórn c) 3 í varastjórn d) 2 Skoðunarmenn reikninga (2 til vara) e) Önnur trúnaðarstörf
17:00 Önnur mál
a) Sumarstarfið – Hildur Bergsdóttir framkvæmdastýra
b) Fundarstaður næsta þings
c) Innganga nýrra aðildarfélaga
d) Mathákur og kjaftaskur þingsins heiðraðir.
e) Annað
17:30 Þingslit