Sambandsþing á Vopnafirði 9. apríl

Sambandsþing UÍA fer fram í Miklagarði á Vopnafirði laugardaginn 9. apríl næstkomandi og hefst með hádegisverði kl 11:30. 

Sú nýlunda verður á þingstörfum að þessu sinni að boðið verður upp á umræðuvettvang í anda World café eða Heimskaffi.  Þinggestum verður skipt upp í umræðuhópa sem fara yfir hin ýmsu málefni er varða starf UÍA s.s. verkefni UÍA, Unglingalandsmót 2017, sjálfboðaliðastörf, samskipti við UMFÍ og ÍSÍ og fjármál. Allir þinggestir munu tæpa á öllum umræðuefnum. Með þessu viljum við opna umræðuna um starf og stefnu UÍA enn frekar og skapa vettvang til sameiginlegra skoðannaskipta og hugarflugs.

Dagskrá

11:30 Matur

12:00 Karlkór Vopnafjarðar tekur lagið fyrir þinggesti

-Þingsetning og skipan starfsmanna– Gunnar Gunnarsson formaður UÍA

a) Þingforseti b) Þingritari c) Kjörbréfanefnd

12:05 Skýrsla stjórnar –  Gunnar Gunnarsson

12:20 Ársreikningur 2015 lagður fram – Jósef Auðunn Friðriksson

12:30 Umræður um skýrslu stjórnar, ársreikning

12:50 Ákvörðun um atkvæðisrétt mættra fulltrúa – Formaður kjörbréfanefndar
12:55 Skýrsla stjórnar og ársreikningar bornir undir atkvæði.
13:00 Veiting viðurkenninga

13:15 Ávörp gesta

13:40 Vísan mála í nefndir, kynning á Heimskaffi fyrirkomulagi.

13:45 Heimskaffi og kaffi

16:15 Niðurstöður úr Heimskaffi kynntar

16:45 Kostningar
a) Formaður b) 4 menn í aðal stjórn c) 3 í varastjórn d) 2 Skoðunarmenn reikninga (2 til vara)  e) Önnur trúnaðarstörf
17:00 Önnur mál
a) Sumarstarfið – Hildur Bergsdóttir framkvæmdastýra
b) Fundarstaður næsta þings
c) Innganga nýrra aðildarfélaga
d) Mathákur og kjaftaskur þingsins heiðraðir.
e) Annað
17:30 Þingslit


 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok