Austfirðingum boðið í jákvæðni og leiki

UÍA í samstarfi við UMFI, Þjónustusamfélagið á Fljótsdalshéraði og Vopnafjarðarhrepp, stóð nýverið fyrir fyrirlestum undir samheitinu „leikum okkur“ þar sem áherslan var á hreyfingu og jákvæðan tilgang.

Fyrirlesarar voru Jörgen Nilsson, leiðbenandi í ungmenna- og tómstundabúðum Ungmennafélags Íslands á Laugum í Sælingsdal en hann dró þátttandur með sér í broslega leiki og Sabína Steinunn Halldórsdóttir sem þróað hefur efni um hreyfingu barna í náttúrunni.

Jörgen er ekki með hefðbundna leiki eins og fótbolta eða handbolta. Hann er með leiki sem fæstir hafa prófað áður sem tryggir að allir byrja á jafnréttisgrundvelli. Þannig gera allir sömu mistökin fyrir fram aðra í fyrstu.

Efni Sabínu kallast „færni til framtíðar.“ Það fjallar um hvernig hægt er að nota náttúruna til að auka hreyfifærni barna með frjálsum leik sem örvar um leið margs konar annars konar færni.

Sabína var með fyrirlestra á Vopnafirði og Egilsstöðum en Jörgen í Neskaupstað og á Egilsstöðum. Til stóð að haldið yrði félagsmálanámskeið samhliða á Vopnafirði og Norðfirði en það féll niður á báðum stöðum vegna þátttökuleysis.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok