Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastýra UÍA, lætur af störfum hjá sambandinu í lok febrúar. Hún tekur þá við starfi félagsráðgjafa í Menntaskólanum á Egilsstöðum.
Hildur kom til starfa haustið 2010 og hefur því gegnt starfinu í á sjöunda ár. Á þessum tíma hefur rekstur sambandsins verið afar jákvæður og starfið sérlega blómlegt.
Styrkir úr Spretti afrekssjóði UÍA og Alcoa voru afhentir með formlegum hætti á Reyðarfirði í gær, samhliða afhendingu úr Samfélagssjóði Alcoa. UÍA og Alcoa standa saman að sjóðunum, UÍA sér um umsýslu hans en Alcoa leggur 2,5 milljón í sjóðinn ár hvert og það er dýrmætt fyrir austfirskt íþróttalíf að eiga slíkan bakjarl.
Veitt er úr sjóðnum að vori og hausti og alls bárust 38 umsóknir í sjóðinn þetta haustið, en ferns konar styrkum er veitt úr sjóðunum.
Keppni er hafin í Bólholtsbikarnum, utandeildarkeppni UÍA í körfuknattleik. Þetta er í fimmta skipti sem keppnin er haldin og ánægjulegt er að sjá að sex lið eru skráð til leiks í ár en þau eru; Austri, Egilsstaðanautin, Höfn (heimavöllur á Djúpavogi), Höttur hvítt og Höttur svart og Sérdeildin.
Formaður og framkvæmdastjóri sátu á dögunum aðalfund Einherja á Vopnafirði. Starf félagsins er blómlegt og hugur í mönnum um frekari uppbyggingu á aðstöðu félagsins, sem státar nú þegar af nýjum og glæsilegum knattspyrnuvelli.
Björn Heiðar Sigurbjönsson var á fundinum sæmdur starfsmerki UÍA fyrir áralangt og ötult starf í þágu hreyfingarinnar.
Fulltrúar UÍA nýttu ferðina einnig til að hitta vopnfirska unglinga og kynna þeim starf UÍA , ekki hvað síst Unglingalandsmótið á Egilsstöðum 2017 og bregða á leik.
Formaður og framkvæmdastýra UÍA funduðu á dögunum með UMF Neista og fulltrúum fræðslu- og tómstundanefndar á Djúpavogi. Markmið fundarins var að kynna starf UÍA og kynnast því fjölbreytta starfi sem Neisti býður uppá. En félagið býður upp á æfingar í sundi, knattspyrnu og frjálsum íþróttum auk þess að standa fyrir ótal samfélags viðburðum s.s. bingói, félagsvist og spurningakeppni.
Haustmót Glímusambands Íslands fór fram í íþróttahúsinu á Reyðarfirði 12. nóvember 2016. Mótsstjórn var í höndum heimamannsins og glímukappans Þórodds Helgasonar og gekk mótið vel í alla staði. Austfirskt glímufólk stóð sig vel að vanda.
UÍA óskar eftir umsóknum frá ungu fólki (18-30 ára) um allan fjórðung,sem hafa áhuga á að taka þátt í spennandi ungmennaskiptaverkefni LIVE FEED í Caserta á Ítalíu 19.-27. febrúar.
Megin þema verkefnisins er heilsusamlegur lífstíll, matargerð og matarmenning.
Fyrirvarinn er vissulega stuttur en okkur var boðið að taka þátt þar sem pláss losnaði vegna forfalla.
Þeir sem hafa áhuga á að vera með þurfa að hafa hröð handtök og senda umsókn á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.,fyrir 14. janúar, þar sem koma fram helstu upplýsingar um umsækjanda (nafn, aldur, búseta, áhugamál) og rökstuðningur afhverju viðkomandi ætti að verða fyrir valiu. UÍA á einungis 4 sæti í verkefninu og verður því valið úr umsóknum.
Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum verslunarmannahelgina 2017. Forsvarsmenn Ungmennafélags Íslands, Fljótsdalshéraðs og Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands hittust á Egilsstöðum á þriðjudag og skrifuðu undir samning þessa efnis.
Silfurstökkið, minnisvarði um afrek Vilhjálms Einarssonar var afhjúpaður við hátíðlega athöfn við Vilhjálmsvöll síðastliðinn laugardag. Minnisvarðinn sýnir í raunlengd silfurstökk Vilhjálms Einarssonar frá Olympíuleikunum í Melborne Ástralíu en þann 27. nóvember næstkomandi verða 60 ár liðin frá því afreki. Ánægjulegt var að sjá hve margir heiðruðu Vilhjálm og afrek hans, með nærveru sinni og einkar skemmtilegt var að þrístökkvarar framtíðarinnar úr frjálsíþróttadeild Hattar fjölmenntu og báru sig við Siflurstökkið mikla.