Góður árangur á Haustmóti GLÍ á Reyðarfirði
Haustmót Glímusambands Íslands fór fram í íþróttahúsinu á Reyðarfirði 12. nóvember 2016. Mótsstjórn var í höndum heimamannsins og glímukappans Þórodds Helgasonar og gekk mótið vel í alla staði. Austfirskt glímufólk stóð sig vel að vanda.
Okkar maður Ásmundur Hálfdán Ásmundsson sigraði hvoru tveggja í flokki 90+ og opnum flokki. Eva Dögg Jóhannesdóttir sem er að koma til baka eftir veikindi sigraði í flokki kvenna -65.
Kristín Embla Guðjónsdóttir hafnaði í öðru sæti í flokki kvenna +65 og Bylgja Rún Ólafsdóttir varð í því þriðja. Bylgja Rún varð einnig þriðja í opnum flokki.
Glímuveturinn fer svo sannarlega vel af stað og gaman verður að fylgjast með okkar fólki í vetur.