Styrkir afhentir úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa
Styrkir úr Spretti afrekssjóði UÍA og Alcoa voru afhentir með formlegum hætti á Reyðarfirði í gær, samhliða afhendingu úr Samfélagssjóði Alcoa. UÍA og Alcoa standa saman að sjóðunum, UÍA sér um umsýslu hans en Alcoa leggur 2,5 milljón í sjóðinn ár hvert og það er dýrmætt fyrir austfirskt íþróttalíf að eiga slíkan bakjarl.
Veitt er úr sjóðnum að vori og hausti og alls bárust 38 umsóknir í sjóðinn þetta haustið, en ferns konar styrkum er veitt úr sjóðunum.
Afreksstyrki hlutu:
Birkir Freyr Elvarsson Þrótti vegna unglingalandsliðsverkefna í blaki
Valdís Kapitola Þorvarðardóttir Þrótti vegna unglingalandsliðsverkefna í blaki
Galdur Máni Davíðsson Þrótti/Huginn vegna unglingalandsliðsverkefna í blaki
Hrafnhildur Ásta Njálsdóttir Þrótti vegna unglingalandsliðsverkefna í blaki
Iðkendastyrki hlutu:
Helga Jóna Svansdóttir Hetti, vegna æfinga- og keppnisferðalaga í frjálsum íþróttum
Reynir Birgisson Brettafélagi Fjarðabyggðar vegna æfinga- og keppnisferða í brettaíþróttum
Anna Karen Marinosdóttir Þrótti vegna unglingalandsliðsverkefna í blaki
Börkur Marinósson Þrótti vegna æfinga- og keppnisferða í blaki og knattspyrnu
Gunnar Einarsson Huginn vegna æfinga- og keppnisferða í blaki og golfi
Tinna Rut Þórarinsdóttir Þrótti vegna unglingalandsliðsverkefna í blaki
Embla Rán Baldursdóttir SKÍS vegna æfinga- og keppnisferða í skíðaíþróttum.
Félagastyrki hlutu:
Frjálsíþróttadeild Hattar vegna æfingabúða
UMFB vegna íþróttadagskrár í tilefni af 100 ára afmæli félagsins
Brettafélag Fjarðabyggðar vegna Brettaskóla fyrir byrjendur
Þjálfarastyrki hlutu:
Björgvin Hólm Birgisson Brettafélagi Fjarðabyggðar vegna þjálfaranámskeiðs í brettaíþróttum
Sif Guðmundsdóttir SKÍS vegna þjálfaranámskeiðs í skíðaíþróttum.
Hér má sjá styrkþega ásamt Jósef Auðunni Friðrikssyni stjórnarmanni í UÍA og Hildi Bergsdóttur framkvæmdastýru UÍA