Ester S. Sigurðardóttir næsti framkvæmdastjóri UÍA

Ester S. Sigurðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA). Hún tekur við starfinu af Hildi Bergsdóttur sem hefur gegnt því frá haustinu 2010.

Lesa meira

Sambandsþing UÍA fer fram 2. apríl á Reyðarfirði

Hið árlega sambandsþing UÍA mun fara fram sunnudaginn 2. apríl 2017 í grunnskólanum á Reyðarfirði.

Sambandsþing er æðsta vald sambandsins og þaðan sækjir stjórn umboð sitt til góðra verka. Rík áhersla er lögð á að félögin sendi þingfulltrúa og taki virkan þátt í að móta starf  og stefnu sambandsins.

Lesa meira

Skrifstofa UÍA lokuð til 30. janúar

Framkvæmdastýra UÍA fékk á styrk í gegnum Evrópu unga fólksins til að sækja námskeiðið The Power of Non Formal Education sem fram fer í De Glind í Hollandi í vikunni.

Námskeiðið er ætlað æskulýðsleiðtogum og öðrum sem vinna með ungu fólki og vilja kynna sér óhefðbundnar námsaðferðir og leiðir til að hvetja ungt fólk til virkar samfélagsþátttöku. 

Skrifstofa UÍA verður því lokuð til 30. janúar. Pósti verður svarað eftir föngum.

UÍA ungmenni á leið til Ítalíu

Fjögur austfirsk ungmenni halda í dag, ásamt framkvæmdastýru UÍA til Ítalíu. Þar mun hópurinn taka þátt í ungmennaskiptaverkefninu Live-FEED ásamt ungmennum frá Ítlaíu, Bosníu, Grikklandi, Rúmandíu, Georgíu, Jórdaníu og Tékklandi. 

Lesa meira

ULM undirbúningur í fullum gangi

Undirbúningur fyrir 20. Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer dagana 3.-6. ágúst á Egilsstöðum, er nú í fullum gangi. Eðlilega er í mörg horn að líta þegar svo umfangsmikið verkefni er annarsvegar. Um tuttugu keppnisgreinar verða í boði á mótinu og fjölbreytt afþreyingardagskrá fyrir alla aldurshópa.

Lesa meira

UÍA auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) leitar að drífandi einstaklingi í starf framkvæmdastjóra sambandsins. Hann annast allan daglegan rekstur sambandsins sem felur meðal annars í sér skipulag viðburða, umsjón með fjármálum, samskipti við aðildarfélög og stefnumótun í samráði við stjórn.

Lesa meira

ULM kynning á aðalfundi Þróttar

Formaður og framkvæmdastýra UÍA sóttu aðalfund Þróttar í gærkvöldi og kynntu starfsemi UÍA og Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Egilsstöðum í sumar. Þróttarar eru svo sannarlega tilbúnir í ULM og stefna á myndarlega þátttöku.

Blómleg starfsemi er hjá Þrótti en sex deildir eru hjá félaginu; Blakdeild, frjálsíþróttadeild, knattspyrnudeild, skíðadeild, sunddeild og á síðasta ári bættist karatedeild við í flóru félagsins. 

Lesa meira

Austfirsk ungmenni í Umræðupartýi UMFÍ

Fyrsta umræðupartý UMFÍ fór fram með pompi og prakt föstudaginn 3. febrúar síðastliðinn. Til partýsins mættu um 50 ungmenni á aldrinum 17 ára og eldri sem og um 30 stjórnendur og starfsmenn héraðssambanda og íþróttafélaga víðs vegar af landinu. UÍA átti fimm fulltrúa, sem tóku virkan þátt í umræðupartýinu.

Þrjú mismunandi umræðuefni voru rædd í boðinu. Það fyrsta var þátttaka í skipulagðri hreyfingu og íþróttum. Annað var fræðsla og forvarnir og það þriðja var hipp og kúl íþróttastarf.

Lesa meira

UÍA óskar eftir fulltrúum í umræðupartý UMFÍ

UMFÍ mun standa fyrir umræðupartýi fyrir ungt fólk (18-30 ára) föstudaginn 3. febrúar þar sem rætt verður um stefnu UMFÍ og framtíðarsýn.

Umræðupartýið fer fram milli kl 17:00 – 19:30 í húsnæði UMFÍ í Reykjavík. Tilgangur partýsins er að ná fólki saman, bæði forystufólki innan ungmennafélagshreyfingarinnar og ungmennum. Jafnframt er markmiðið með partýinu að gefa ungmennum tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á framfæri og hafa þannig áhrif á það hvernig UMFÍ vinnur með verkefni sem hugsuð eru fyrir ungt fólk.
Ungmenni á aldrinum 18 – 30 ára eru því sérstaklega hvött til þess að mæta með stjórnendum félaganna. Ungmennaráð UMFÍ mun sjá um að stýra stuðinu.
Glæsilegir vinningar verða í boði fyrir heppna þátttakendur.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok