UÍA ungmenni á leið til Ítalíu

Fjögur austfirsk ungmenni halda í dag, ásamt framkvæmdastýru UÍA til Ítalíu. Þar mun hópurinn taka þátt í ungmennaskiptaverkefninu Live-FEED ásamt ungmennum frá Ítlaíu, Bosníu, Grikklandi, Rúmandíu, Georgíu, Jórdaníu og Tékklandi. 

 

Markmið verkefnisins er að vinna með evrópska matarmenningu og heilsusamlegan lífsstíl. Verkefnið er styrkt af Erasmus+ og fer fram í Casetra á Ítalíu. UÍA hópurinn mætir vel undirbúinn til leiks og hefur fundað stíft síðustu vikurnar, æft sig í að reisa horgemlinga, syngja óð til fiskveiða, grúska í uppskriftum íslenskra þjóðarrétta, reynt glímutök og sitt hvað fleira.

Hægt verður að fylgjast með ævintýrum hópsins á snappinu okkar Umfausturlands og á facebooksíðu UÍA.

 Skrifstofa UÍA verður lokuð til 28. febrúar vegna ferðarinnar en tölvupósti svarað eftir föngum.

 

UÍA hópurinn klár í slaginn: Benedikt Jónsson, Emma Björk Hjálmarsdóttir, Ásta Evlalía Hrafnkellsdóttir og Unnur Borgþórsdóttir

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok