ULM undirbúningur í fullum gangi
Undirbúningur fyrir 20. Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer dagana 3.-6. ágúst á Egilsstöðum, er nú í fullum gangi. Eðlilega er í mörg horn að líta þegar svo umfangsmikið verkefni er annarsvegar. Um tuttugu keppnisgreinar verða í boði á mótinu og fjölbreytt afþreyingardagskrá fyrir alla aldurshópa.
Að vanda er það Ómar Bragi Stefánsson framkvæmdastjóri ULM og landsfulltrúi UMFÍ sem leiðir vinnu heimamanna við undirbúning mótsins. Undirbúningur gengur vel og mikil einhugur ríkir í Unglingalandsmótsnefndinni um að gera þetta að flottu og skemmtilegu móti og taka vel á móti þeim mikla fjölda gesta sem mun sækja okkur heim í tengslum við það. Jafnframt vonast nefndin til að heimafólk taki hraustlega þátt í mótunu bæði sem keppendur og sjálfboðaliðar því það er í senn mikill heiður og ábyrgð að fá slíkt mót í heimabyggð.
Unglingalandsmótsnefnd 2017 er nú fullskipuð og í henni sitja:
Björn Ingimarsson bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs - formaður nefndar
Aðalheiður Vilbergsdóttir-Val-Keppnisstjóri
Benedikt Jónsson-Hetti-Afþreyingarstjóri
Böðvar Bjarnason-Hetti-Tjaldbúðarstjóri
Davíð Þór Jónsson- Hetti- Svæðis- og þjónustustjóri
Guðbjörg Agnarsdóttir-Freyfaxa-Fulltrúi ungs fólks
Gunnar Gunnarsson-Þristi-ritari
Hildur Bergsdóttir-Þristi-Keppnisstjóri
Hreinn Halldórsson- starfsmaður Fljótsdalshéraðs
Jósef Auðunn Friðriksson-Súlunni-Gjaldkeri
Óðinn Gunnar Óðinsson- starfsmaður Fljótsdalshéraðs
Ómar Bragi Stefánsson-UMFÍ-Framkvæmdastjóri ULM
Sandra María Ásgeirsdóttir-Neista-Sjálfboðaliðastjóri
Sigurður Óskar Jónsson-fulltrúi UMFÍ
Reynir Zoega-Þrótti-Öryggisstjóri
Hér á myndinni má sjá ULM nefnd niðursokkna í fundarstörf.