Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa UÍA er lokuð til mánudagsins 4. september vegna sumarleyfa starfsfólks. Tölvupósti er svarað eftir föngum. Ef erindið er brýnt má hafa samband við Gunnar Gunnarsson, formann, í síma 848-1981.

 

Skráning sjálfboðaliða á Unglingalandsmót UMFÍ 2017

Skráning sjálfboðaliða er hafin fyrir Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður næstkomandi verslunarmannahelgi á Egilsstöðum. Unglingalandsmótið er verkefni okkar austfirðinga og er glæsileg upplyfting fyrir íþróttastarfið á fjórðungnum. 

Það er mikilvægt að við tökum höndum saman og hjálpumst að við að gera mótið sem glæsilegast og vera góðir mótshaldarar. Þetta er okkar tækifæri til að sýna hvað í okkur býr. 

Lesa meira

Launaflsbikarinn 2017

Launaflsbikarinn 2017 er hafinn og lauk fyrstu umferð í seinustu viku. Í ár eru sex lið eru skráð til leiks. Einherji, Wintris, Spyrnir, UMFB, Leiknir og BN.

Lesa meira

Viltu læra að nota þögnina?

UÍA, í samvinnu við ungversku ungmennasamtökin GYIÖT, býður upp á þrjú sæti fyrir áhugasama á námskeiðið Sounds of Silence í Ungverjalandi í byrjun október.

Lesa meira

Landsmót UMFÍ 50+ í Neskaupstað 2019

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Neskaupstað árið 2019.

Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ sagði frá því við setningu mótsins hvar næstu landsmót UMFÍ fyrir fólk yfir miðjum aldri verði haldin. Á næsta ári verður mótið haldið á Sauðárkróki og verður haldið samhliða Landsmóti UMFÍ sem margir þekkja. Landsmót UMFÍ á Sauðárkróki verður haldið 13-15. júlí. Það verður með breyttu sniði og fleira í boði en áður hefur þekkst á landsmótum. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Neskaupstað sumarið 2019 en í Borganesi 2020.

Landsmót UMFÍ 50+ lauk í gær í Hveragerði og voru skráðir tæplega 600 þátttakendur. Mótið fór vel fram og dagskráin var hin glæsilegasta. 

Úthlutað úr Spretti Afrekssjóði UIA og Alcoa

Að hausti og vori ár hvert eru veittir styrkir, úr Spretti Afrekssjóði UÍAog Alcoa, til efnilegra íþróttamanna og -kvenna á Austurlandi.ÚthlutunarnefndSpretts Afrekssjóðs UÍAog Alcoahittust nú í maí og fór yfir þær 39 umsóknir sem bárust í vorúthlutunSpretts þetta árið.

Lesa meira

Skráning hafin á Unglingalandsmót 2017

Skráning á Unglingalandsmót 2017 sem haldið verður á Egilsstöðum er hafin.Mótið er fyrir 11-18 ára og hver keppandi greiðir einungis eitt þátttökugjald og hægt er að skrá sig í eins margar greinar og viðkomandi hefur áhuga á. Mótið hefst 3. ágúst með keppni í golfi og verður því slitið sunnudaginn 6. ágúst. Gert er ráð fyrir miklum fjölda á Egilsstöðum yfir mótshelgina, jafnvel allt upp i 10.000 manns. 

Lesa meira

Dagskrá Sumarhátíðar UÍA og Síldarvinnslunar 2017

SUMARHÁTÍÐ UÍA OG SÍLDARVINNSLUNNAR 7.-9. JÚLÍ

Sumarhátíð UÍA og Sildarvinnslunnar fer að vanda fram á Egilsstöðum aðra helgina í júlí. Dagskrá hátíðarinnar er einkar fjölbreytt og glæsileg og alveg ljóst að íþróttafólk á öllum aldri, og jafnvel örgustu antisportistar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Opnað hefur verið fyrir skráningar og við hvetjum Austfirðinga sem og gesti fjórðungsins til að taka duglega þátt í þessu ævintýri með okkur. Þökkum þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem hafa lagt okkur lið.

Lesa meira

Hreyfivika UMFÍ 2017 verður 29. maí - 4. júní.

UMFÍ hvetur sambandsaðila og sveitarfélög til þess að gerast boðberar hreyfingar. Hlutverk boðbera er að virkja fólkið í samfélaginu, vekja athygli á því sem er í boði tengt lýðheilsu og íþróttum í samfélaginu og standa fyrir viðburðum sem allir geta sótt.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok