Elín Rán sæmd starfsmerki UMFÍ
Elín Rán Björnsdóttir, fyrrum formaður UÍA, var um helgina sæmd starfsmerki Ungmennafélags Ísland á þingi UÍA sem fram fór á Borgarfirði eystra.
Elín Rán Björnsdóttir, fyrrum formaður UÍA, var um helgina sæmd starfsmerki Ungmennafélags Ísland á þingi UÍA sem fram fór á Borgarfirði eystra.
Fimleikadeild Hattar býður upp á fyrirlestur með Elísabetu Reynisdóttir næringarfræðingi fimmtudaginn 12. apríl kl 17:30 í fyrirlestrasal ME. Fyrirlesturinn er öllum opinn sem hafa áhgua á næringu íþróttafólks.
Stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) hefur gengið frá ráðningu Gunnars Gunnarssonar sem nýs framkvæmdastjóra sambandsins. Hann tekur við starfinu af Ester S. Sigurðardóttur sem er nýr rekstraraðili Löngubúðar á Djúpavogi.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands minnir á að Lífshlaupið 2018 hefst 31. janúar.
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlugserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega. Skráðu þig til leiks www.lifshlaupid.is
68. Sambandsþing UÍA verður haldið í Fjarðarborg, Borgarfirði eystra laugardaginn 14. apríl. Samkvæmt dagskrá hefst það klukkan 11:00 og á að vera lokið 17:45.
Helstu verkefni: Umsjón með farandþjálfun. Undirbúningur og framkvæmd fjölbreyttra íþróttamóta og -viðburða. Starfsmaðurinn sem við erum að leita að þarf að: Hafa þekkingu og reynslu af þjálfun barna og unglinga. Íþróttafræðimenntun er kostur en ekki skilyrði. Vera góð fyrirmynd og get framvísað hreinu sakavottorði. Vera skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum. Vera jákvæður og lipur í mannlegum samskiptum. Hafa brennandi áhuga á íþróttum. Hafa bílpróf. Sumarstarfsmaður starfar með framkvæmdastjóra og stjórn UÍA. Umsóknir skulu berast fyrir 15. mars n.k. á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa UÍA, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., s: 4711353 / 8997600 eða Gunnar Gunnarsson formaður, 8481981
Stjórn UÍA hefur ákveðið að auglýsa starf framkvæmdastjóra sambandsins eftir að Ester Sigurásta Sigurðardóttir óskaði eftir að láta af störfum í lok síðasta ár þar sem hún hverfur til annarra starfa með vorinu.
Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.
Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.
Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.
Kennitala UÍA er: 660269-4369.