Fyrirlestur um næringu barna og unglinga í íþróttum
Fimleikadeild Hattar býður upp á fyrirlestur með Elísabetu Reynisdóttir næringarfræðingi fimmtudaginn 12. apríl kl 17:30 í fyrirlestrasal ME. Fyrirlesturinn er öllum opinn sem hafa áhgua á næringu íþróttafólks.
Elísabet mun vera með fyrirlestur um næringu barna og unglinga í íþróttum fyrir bæði iðkendur og foreldra. Fyrirlesturinn mun vera fyrir iðkendur sem eru 10 ára ( 2008 ) og eldri. Iðkendur 10-12 ára þurfa að koma í fylgd með fullorðnum.
Fyrirlesturinn verður fyrir bæði foreldra/foreldri og iðkendur fimleikadeildarinnar. Markmið fyrirlestrarins er að fara yfir næringu barna og unglinga í íþróttum, hvernig best er að hátta mataræði, á hvað eigum við að leggja áherslu í mataræði barna og unglinga, hvernig er best að borða fyrir keppni, eru bætiefni nauðsynleg, drykkir (koffíndrykkir), hvort við þurfum á þeim að halda og margt meira.
Elísabet hélt fyrirlestur fyrir fimleikadeild Hattar fyrir þremur árum með góðum árangri. Foreldrar voru sammála um að fyrirlesturinn skilaði miklu til iðkenda deildarinnar.
Helstu kostir Elísabetu er að hún talar mannamál,kemur efninu skýrt og hnitmiðað frá sér, hún nær vel til þeirra sem sitja fyrirlestra og þar af leiðandi koma fram líflegar umræður og spurningar sem fólk er að velta fyrir sér.
Fyrirlesturinn er styrktur úr afreks- og fræðslusjóði UÍA.