Sambandsþing UÍA á Borgarfirði

68. Sambandsþing UÍA verður haldið í Fjarðarborg, Borgarfirði eystra laugardaginn 14. apríl. Samkvæmt dagskrá hefst það klukkan 11:00 og á að vera lokið 17:45.

Fyrra þingboð hefur þegar verið sent en á næstu dögum verða sendar út tillögur og nánari gögn fyrir þingið.

Fimm umræðuhópar munu starfa á þinginu. Rætt verður um samgöngumál, Landsmót UMFÍ, kynferðislega áreitni og ofbeldi í íþróttum og loks Sumarhátíð í tveimur hópum, annars vegar framtíðarsýn hátíðarinnar, hins vegar mönnun hennar með sjálfboðaliðum.

Dagskrá verður sem hér segir:
11:00 Þingsetning og skipan starfsmanna
a) Þingforseti b) Þingritari c) Kjörbréfanefnd formaður
11:20 Skýrsla stjórnar
11:45 Ársreikningur 2016 lagður fram
12:00 Umræður um skýrslu stjórnar, ársreikning
12:15 Ákvörðun um atkvæðisrétt mættra fulltrúa
12:30 Skýrsla stjórnar og ársreikningar bornir undir atkvæði
12:35 Hádegishlé
13:15 Veiting starfsmerkja UÍA
13:30 Ávörp gesta
14:30 Mál lögð fyrir þingið og umræðuhópar taka til starfa
16:30 Niðurstöður úr umræðum kynntar
17:00 Kosningar
17:15 Önnur mál
17:45 Þingslit

Nánari upplýsingar um þingið veitir skrifstofa UÍA.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok