Elín Rán sæmd starfsmerki UMFÍ

Elín Rán Björnsdóttir, fyrrum formaður UÍA, var um helgina sæmd starfsmerki Ungmennafélags Ísland á þingi UÍA sem fram fór á Borgarfirði eystra.

Elín Rán hefur komið víða við í starfi UÍA, sem keppandi, starfsmaður og stjórnarmaður. Eftir árangursríkan keppnisferil snéri hún sér að þjálfun hjá Hetti og Þristi og fór sem sumarstarfsmaður UÍA á eftirminnilegt Unglingalandsmót 2002.

Elín Rán var kjörin formaður UÍA árin 2008-2012. Sem slík leiddi hún félagið í gegnum mikið umbreytingarskeið.

Hún hefur starfað í nefndum á vegum bæði UMFÍ og ÍSÍ, var keppnisstjóri á Unglingalandsmótinu 2011 og í stjórn frjálsíþróttadeildar Hattar um tíma.

Sigurður Óskar Jónsson, úr varastjórn UMFÍ, sæmdi Elínu Rán merkinu.


 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok