ULM kynning á aðalfundi Þróttar

Formaður og framkvæmdastýra UÍA sóttu aðalfund Þróttar í gærkvöldi og kynntu starfsemi UÍA og Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Egilsstöðum í sumar. Þróttarar eru svo sannarlega tilbúnir í ULM og stefna á myndarlega þátttöku.

Blómleg starfsemi er hjá Þrótti en sex deildir eru hjá félaginu; Blakdeild, frjálsíþróttadeild, knattspyrnudeild, skíðadeild, sunddeild og á síðasta ári bættist karatedeild við í flóru félagsins. 

Síðastliðið ár hefur verið viðburðarríkt hjá Þrótti en félagið tók í notkun aðstöðuhús við Norðfjarðarvöll og í fyrsta skipti var úthlutað úr afrekssjóði Guðmundar Bjarnasonar sem styrktur er af SVN. Þróttur tók þátt í Íslandsmóti í hópgreinum með meistaraflokka karla og kvenna í blaki og knattspyrnu á árinu 2016. Þá er félagið með keppendur á Íslandsmóti yngriflokka í öllum flokkum í blaki og knattspyrnu, auk keppenda í einstaklingsgreinum eins og sundi og skíðum.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok