Björn Heiðar sæmdur starfsmerki UÍA
Formaður og framkvæmdastjóri sátu á dögunum aðalfund Einherja á Vopnafirði. Starf félagsins er blómlegt og hugur í mönnum um frekari uppbyggingu á aðstöðu félagsins, sem státar nú þegar af nýjum og glæsilegum knattspyrnuvelli.
Björn Heiðar Sigurbjönsson var á fundinum sæmdur starfsmerki UÍA fyrir áralangt og ötult starf í þágu hreyfingarinnar.
Fulltrúar UÍA nýttu ferðina einnig til að hitta vopnfirska unglinga og kynna þeim starf UÍA , ekki hvað síst Unglingalandsmótið á Egilsstöðum 2017 og bregða á leik.
Unga fólkið tók vel á móti okkur, var áhugasamt og auðsýnilega tilbúið í slaginn í sumar og tók að auki hraustlega á því í ringó og ýmsu sprelli.