Ásmundur Hálfdán Glímukóngur Íslands
Laugardaginn 2. apríl fór Íslandsglíman fram í Reykjavík. Keppt var um hin eftirsóttu verðlaun Grettisbeltið og Freyjumenið. Fimm kepptu í flokki karla og 7 í flokki kvenna.
Eftir snarpar og bráðskemmtilegar glímur stóð Ásmundur Hálfdán Ásmundsson UÍA uppi sem sigurvegari í karlaflokki og hampar því Grettisbeltinu elsta verðlaunagrip á Íslandi og hlýtur sæmdarheitið glímukóngur Íslands.
Ásmundur vann einnig Hjálmshornið fyrir fallegustu glímurnar.
Marín Laufey Davíðsdóttir HSK vann Freyjumenið í fjórða sinn og er því glímudrottning Íslands árið 2016.
Sjá nánar á glima.is og facebókarsíðu glimunnar, https://www.facebook.com/Glímusamband-Íslands-1557697891111581/?fref=ts en þar eru einnig myndir.