Ásmundur Hálfdán Glímukóngur Íslands

Laugardaginn 2. apríl fór Íslandsglíman fram í Reykjavík. Keppt var um hin eftirsóttu verðlaun Grettisbeltið og Freyjumenið. Fimm kepptu í flokki karla og 7 í flokki kvenna.
Eftir snarpar og bráðskemmtilegar glímur stóð Ásmundur Hálfdán Ásmundsson UÍA uppi sem sigurvegari í karlaflokki og hampar því Grettisbeltinu elsta verðlaunagrip á Íslandi og hlýtur sæmdarheitið glímukóngur Íslands.
Ásmundur vann einnig Hjálmshornið fyrir fallegustu glímurnar. 
Marín Laufey Davíðsdóttir HSK vann Freyjumenið í fjórða sinn og er því glímudrottning Íslands árið 2016.
 Sjá nánar á glima.is og facebókarsíðu glimunnar, https://www.facebook.com/Glímusamband-Íslands-1557697891111581/?fref=ts en þar eru einnig myndir.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok