Telma spilar með U17 í Svartfjallalandi

Telma Ívarsdóttir knattspyrnukona úr Þrótti/KFF hefur verið valin í U 17 landsliðshóp, sem hefur leik í undankeppni EM 2016 í vikunni, í riðli sem er leikinn í Svartfjallalandi.

Auk Íslendinga og heimastúlkna eru Færeyingar og Finnar í riðlinum.  Leikdagar eru 22., 24. og 27. október og eru fyrstu mótherjarnir Svartfellingar.  Hægt verður að fylgjast með gangi mála í leikjunum á vef UEFA og hér á heimasíðu KSÍ má sjá leiktíma og fleira.

 

Við óskum Telmu til hamingju með áfangan og góðs gengis í Svartfjallalandi. Áfram Ísland.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok