Telma spilar með U17 í Svartfjallalandi
Telma Ívarsdóttir knattspyrnukona úr Þrótti/KFF hefur verið valin í U 17 landsliðshóp, sem hefur leik í undankeppni EM 2016 í vikunni, í riðli sem er leikinn í Svartfjallalandi.
Auk Íslendinga og heimastúlkna eru Færeyingar og Finnar í riðlinum. Leikdagar eru 22., 24. og 27. október og eru fyrstu mótherjarnir Svartfellingar. Hægt verður að fylgjast með gangi mála í leikjunum á vef UEFA og hér á heimasíðu KSÍ má sjá leiktíma og fleira.
Við óskum Telmu til hamingju með áfangan og góðs gengis í Svartfjallalandi. Áfram Ísland.