Spennandi sundhelgi framundan á Djúpavogi

Það er spennandi helgi framundan hjá sundfólki á Austurlandi og ljóst að sundlaugin á Djúpavogi um iða af lífi, en á laugardag stendur UMF Neisti fyrir æfingabúðum í sundi undir stjórn Inga Þórs Ágústssonar landsliðsþjálfara í sundi og á sunnudag fer fram Bikarmót UÍA í sundi. En þar munu Höttur, Austri, Neisti, Sindri og Þróttur berjast um tiltilinn Bikarmeistari Austurlands í sundi. Austri hampaði bikarnum í fyrra og stöðvaði þar áralanga sigurgöngu heimamanna í Neista. Nú verður spennandi að sjá hvert bikarinn ratar í ár.

Allir eru velkomnir á bakkann til að horfa og hvetja.

Dagskrá helgarinnar er eftirfarandi og rétt að benda á að þátttökugjald í æfingabúðunum er 5500 kr fyrir sundfólk og inní því er falin matur og svefnpokagisting, foreldrar sem fylgja iðkendum greiða 1000 kr fyrir mat og gistingu. Skráningar fara fram í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Laugardagurinn 21. Nóv

09:30 – Móttaka og komið sér fyrir

10:00 – 11:30 sundæfing

11:30 – 13:30 matarhlé og hvíld

13:30 – 14:00 bakkaupphitun

14:00 – 16:00 sundæfing

19:00 – Sameiginlegur kvöldverður

20:00 – kvöldvaka

21:30 – Kvöldvöku lýkur

22:00 – ró og svefn

Sunnudagurinn 22. Nóv

08:00 – ræs og morgun matur

09:00 – Íþróttamiðstöð opnar

10:00 – Bikarmót hefst

14:30 – Bikarmóti lokið

15:00 – verðlaunaafhending og mótslit

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok